Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 56

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 56
54 lausn þess. En nú, þegar samkeppninni er lokið, þykir nefndinni á- stæða til þess, að taka þessi atriði fram: 1. Nefndin telur allar ásakanir kæranda um hlutdrægni rakalausar getsakir. 2. Nefndinni var frá upphafi kunnugt um sérnám Þorkels Jóhann- essonar, en jafnframt var henni kunnugt um, að hann hafði álveg gengið fram hjá hag og réttarstöðu verkafólks í prófritgerð sinni og haft allt önnur rannsóknarefni með höndum, síðan hann lauk prófi, m. a. ritað þátt úr sögu Alþingis á 19. og 20. öld, en auk þess gegnt skólastjórn og kennslu o. s. frv. Nefndin taldi það frá upphafi óhjá- kvæmilegt að velja úr því tímabili íslandssögu, sem ekki þurfti að kanna eftir óprentuðum gögnum, þ. e. a. s. tímabilinu fram að 1550. En það var ekki nema það, sem hlaut að vera, að umsækjendur um prófessorsembætti í islenzkri sagnfræði hefði hver um sig einhverja sérþekkingu, er snerti hvaða verkefni sem valið hefði verið frá þessu tímabili frá einhverri hlið. Verkefni það, sem valið var, hafði ýmsar hliðar, eins og glöggt kemur í ljós, þegar ritgerðir allra keppanda eru bornar saman. Aðeins ein af þessum hliðum, hin hagsögulega, snerti sérnám Þorkels Jóhannessonar, en líka Barði Guðmundsson hafði, að þvi er hann áður hafði tjáð sumum nefndarmönnum, feng- izt við rannsóknir á fjárhagssögu íslands á 13. öld. Nefndin var þess fullviss, að heimildir um þetta efni, sem allar eru prentaðar og al- kunnar, væri eigi meiri en svo, að keppöndum myndi að forfalla- lausu unnt að kanna þær og vinna úr þeim á hinum tiltekna tíma, með þeirri almennu þekkingu á sögu landsins, sem gera mátti ráð fyrir hjá þeim, enda hefir og sú orðið reyndin á. Með því að fram- lengja frestinn til úrlaus'narinnar, samkvæmt beiðni fjögurra kepp- anda, sýndi nefndin vilja sinn til þess að gefa öllum keppöndum tóm til þess að neyta sín við verkið. Eins og áður er sagt, hafa 6 af umsækjöndum skilað ritgerðum. Um ritgerðir þessar óskar nefndin að taka það fram, sem nú skal greina: Ritgerð Árna Pálssonar er að því leyti ófullkomin, að hún tekur aðeins yfir lýðveldistimabilið. Hafði lionum ekki unnizt tími til að ljúka verkinu, sbr. að framan. Ritgerð þessi er samin af mikilli vand- virkni. Efnisskipun og orðfæri er í bezta lagi og ber vitni um mikla rithöfundarhæfileika. Meðferð á viðfangsefnunum sýnir glöggskyggni höfundar og þroska, og virðist nefndinni, að þessi ritgerð beri af hin- um ritgerðunum um flest þau atriði, sem nú voru talin. Þótti því' ein- sætt að veita þessum keppanda kost á að ljúka samkeppnisrauninni með því að halda fyrirlestur. Þorkell Jóhannesson hefir i ritgerð sinni lagt höfuðáherzluna á fjárliagshlið málsins og réttarsögu verkafólks, en sinnt litið sumum

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.