Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 60

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 60
58 Skýrsla um störf Stúdentaráðsins 1930—1931. Skipun Stúdentaráðsins. Stúdentaráðið var skipað þessum mönnuin: Agnar Kl. Jóns- son, kosinn af fráfarandi Stúdentaráði. Kjörnir i deildum: Garðar Svavarsson i guðfrœðideild, Jón Geirsson í læknadeild, Bjarni Pálsson i lagadeild og Ólafur Briem í heimspekideild, og loks voru þeir Gunnar Thoroddsen, Jón Þorvarðarson, Pétur Jakobsson og Ragnar Jónsson kosnir við almennar kosningar. Á fyrsta fundi nýja Stúdentaráðsins voru kosnir í stjórn: Agnar Kl. Jónsson formaður, Gunuar Thoroddsen gjaldkeri og Jón Þor- varðarson ritari. Stúdentaráðið hefir alls lialdið 17 fundi. 1. desember. Það sem fyrst lá fyrir Stúdentaráðinu, var að undirbúa hátiða- höldin, sem venja er að halda 1. desember ár hvert i tilefni af fullveldi islenzka ríkisins. Þeim var hagað með svipuðum hætti og áður. Stúdentar söfnuðust saman við Upplýsingaskrifstofuna og gengu þaðan fylktu liði undir fána til Háskólans, en lúðraflokkur gekk í fararbroddi og lék Sjung om studentens lyckliga dag og fleiri stúdentalög. Af svölum Háskólans flutti Benedikt Sveinsson alþingisforseti skörulega ræðu. Voru áheyrendur margir, þrátl fyrir óhagstætt veður, hvassviðri og kulda. Síðar um daginn var haldin mjög fjölbreytt skemmtun í Gamla Bio til ágóða fyrir Stúdentagarðinn. Var hún fjölsótt og þótti góð. Um kvöldið var svo dansleikur á Hótel Borg, svo sem venja er til. Stóð hann langt fram á nótt, og þótti fara vel fram. —- Þá kom Stúdentablaðið út þennan dag, og var sérlega vel til þess vandað, bæði að vöxtum og efni, auk þess sem það var prýtt fjölda mynda frá Stúdenta- mótinu o. s. frv. Efni blaðsins hófst á greinaflokki um háskóla- hyggingu eftir ýmsa menn; þá konni ritgerðir um ýmisleg efni, sönglög, ljóðmæli, ljóðaþýðingar o. s. frv. Hátiðahöld þessi þóttu yfirleitt fara vel fram, og fengu þau lof- leg unimæli i dagblöðunum. Veður var illt þennan dag, svo sem áður er sagt, en þrátt fyrir það voru þó margir á ferli um það leyti dags, sem hátiðahöldin fóru fram, og Stúdentablaðið seldist fremur vel. Samt sem áður getur engum blandazt hugur um, að dagur þessi er óheppilegur til hátiðisdags, þegar útiskemmtanir eru í sambandi við hann, svona i háskammdeginu, þegar allra veðra er von. Það virðist þvi vera full þörf að gera hér breytingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.