Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 61

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 61
59 á og flytja hátíðisdaginn til. Stúdentaráðið hefir athugað þetta mál nokkuð og verður minnst á það hér á eftir. Stúdentablaðið. Kristján Guðlaugsson, sem verið hafði ritstjóri blaðsins sagði þvi starfi lausu í ársbyrjun 1930, en við tóku þeir Bjarni Guð- mundsson sem aðalritstjóri og Agnar KI. Jónsson sem meðritstjóri. Hafði blaðið í ritstjórnartið Kristjáns Guðlaugssonar komið út einu sinni á mánuði, en nú varð sú breyting, að blaðið kom út jafnað- arlega á tveggja mánaða fresti, en þó ekki reglulega. Alls komu út 0 tölublöð og hið sjöunda 1. desember. Breyting þessi var gerð vegna fjárhagsörðugleika blaðsins. Fóru þeir versnandi og var fjár- hagur þess orðinn það slæmur er Stúdentaráðið tók við því, er aðalritstjórinn fór til útlanda, að það sá sér ekki fært að halda blaðinu úti áfram mánaðarlega. Hefir því einungis eitt blað komið út á timabilinu, hátíðarblaðið 1. desember eins og áður er sagt. Sá ritnefnd um það tölublað og voru i henni Agnar Kl. Jónsson, Pét- ur Jakobsson og Ragnar Jónsson. Kom hún i stað Bjarna Guð- mundssonar. Fjárhagur blaðsins er nú mjög þröngur, og verður því ekki bægt að gefa blaðið út mánaðarlega, eins og undanfarin tvö ár. Er það illa farið, að stúdentar skuli elcki geta haldið útgáfu Stú- dentablaðsins áfram. Til þess að tryggja útgáfu blaðsins fjárhags- lega þarf ca. 1000 fasta kaupendur, ]>að er allur galdurinn, og er það tæplega vansalaust, að ekki skuli vera hægt að ná þeirri tölu. Argangurinn þyrfti þá ekki að kosta meira en 3—4 kr. — Hins- vegar verður vitanlega haldið áfram að gefa út hátiðarblað 1. des. Áður en getið verður um hin ýmsu mál er Stúdentaráðið hefir haft með höndum, skal nánar vikið að þeim stofnunum, sem starfa á vegum Stúdentaráðsins að einhverju leyti. Þær eru nú sem stend- ur þrjár: Upplýsingaskrifstofan, Stúdentagarður og Lánssjóður stúdenta. Upplýsingaskrifstofan. Hún er stofnuð 1920 og var fyrsti forstöðumaður hennar Lúð- vig Guðmundsson og starfaði hann til 1927. Þa tók Lárus Sigur- björnsson við og hefir gegnt því starfi þar til nú í sumar að hann sagði þvi lausu. Stúdentaráðið var þá í nokkrum vanda statt með val á nýjum forstöðumanni, því mikið er undir því komið að góð- ur maður veiti slíkri stofnun forstöðu, en svo sem kunnugt er, hefir Lárus Sigurbjörnsson gegnt stöðu þessari prýðisvel. Þó held ég að Stúdentaráðið hafi verið sérlega heppið með val á eftir-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.