Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 69
67
afla sér atvinnu við kennslu; og auðvitað er enginn hörgull á þvi,
að veita námsmönnum hér á landi annan þann beina, sem þeir nú
verða að kaupa erlendis. -—■ Enn má nefna það, hve þjóð vor fer á
mis við mikla menning við það, að láta allt þetta nám fara fram er-
lendis, í stað þess að eiga miðstöð þessara frœða hér heima, með
öllu þvi, sem henni fylgir af möguleikum til rannsókna, náms fyrir
fleiri en þá, sem beinlinis keppa að fullnaðarprófi, og allskonar á-
vinning fyrir íslenzkt menntalif. — Mætti margt fleira til tína, svo
sem það, hve margfalt skaðlegra er fyrir menn að vera komnir til
útlanda og ef til vill eyða þar miklu fé, er þeir taka eftir því, að
þeim muni ekki auðnast að halda áfram á þessari braut. Eru dæmi
þess afarmörg, og væri mörgum manninum það hið mesta happ,
að hafa getað kynnzt námi sínu hér heima í upphafi. — Og loks
verður stúdentastyrkurinn til náms erlendis þá fyrst að fullum
notum, ef þeir, sem hann hljóta, hafa sýnt og sannað áður en þeir
fá hann, að hann muni koma að notum.
Úr öllum þessum annmörkum verður ekki bætt til fullnustu, að
minnsta kosti ekki í bráðina. En þó má nú fullyrða, að úr sumum
mætti draga, og úr öðrum bæta til fulls, með því að koma hér á fót
undirbúningskennslu við Háskólann í sem flestum námsgreinum,
sem stúdentar þurfa að sækja til útlanda.
Vísindafélag íslendinga, sem er einmitt skipað visindamönnum í
sem flestum greinum, einnig þeim, sem hér eru ekki kenndar, var
eðlilegi aðilinn til þess að taka þetta mál til meðferðar. í því eru
flestir kennarar Háskólans, svo að þar er jafnan náin samvinna
milli. Félagið kaus nefnd til þess að athuga þetta mál, og komst hún
að þeirri niðurstöðu, að vel væri gerlegt að koma þessari kennsla
á, án verulegs kostnaðar fyrir ríkissjóð, með því að láta kennsl-
una vera aukastarf allmargra sérfræðinga. Á hinn bóginn þarf ekki
að efast um, að óbeinn hagnaður að þessu fyrir búskap þjóðarinn-
ar verður talsverður, auk ménningargróðans, sem af því yrði.
En þá er að tala um sjálft fyrirkomulag þessarar kennslu. Má
þar benda á nokkrar mismunandi leiðir. Fella mætti ákvæði um
hana inn í sjálf háskólalögin, en nauðsynlegt er það ekki, og naum-
ast heppilegt fyrr en reynslan hefir sýnt, hvernig því verður bezt
hagað. Væri því að svo komnu eðlilegast að hafa ákvæði um þetta
í sérstökum lögum.
Námsgreinir sumar mætti fella inn í deildir þær, sem fyrir eru.
T. d. mætti bæta hagfræðinámi við lagadeild, málfræðinámi við
heimspekisdeild og stofna svo tvær nýjar deildir fyrir náttúru-
fraeði og verkfræði. En i fyrstu að minnsta kosti er alveg eins eðli-
legt að láta þessa undirbúningsfræðslu mynda eina deild, meðan