Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 76

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 76
74 misiri ætti að verja tveim timum vikulega til ákvarðanaæfinga, svo sérhver af nemendunum yrði fullfær um að skilgreina blómplöntu- tegundir vorar. Svo keinur sumarfriið, og ætti þá að leggja hverj- um nemanda þá skyldu á herðar að safna að minnsta kosti 200 is- lenzkum plöntum, og skila þeim til eftirlits til kennarans, að sum- arfríinu loknu. Þriðja missirinu ætti að verja til þess að kynna nemendunum lífeðiisfræði (physiologia), sellufræði (cytologia) og þróunarfræði (embryologia) plantnanna, og í sambandi við þessa kennslu, sem ætti að fara fram i fyrirlestrum, yrði að heimta æfingar í lífeðlis- fræði, til skýringar á helztu lífsfyrirbrigðum plantnanna. Þessar æfingar ætti að velja meðal þeirra, sem alstaðar tíðkast við er- lenda skóla, og haga valinu þannig, að þær æfingar, sem krefjast einfaldastra og ódýrastra áhalda, væru látnar sitja í fyrirrúmi, en hinar látnar mæta afgangi. Sérhver nemandi ætti að gera nákvæma skýrslu yfir hverja æfingu, og skýrslurnar yrði að geyma og sýna við þann háskóla, sem valinn yrði til framhaldsnáms, og við þann háskóla gæti þá nemandinn hætt við þeim æfingum, sem þurfa þætti, og fengið að vinna að þeim eftir sérstöku samkomulagi við kennarana þar. Loks ætti að verja fjórða missirinu til þess að kynna nemend- unum skyldleikakerfi plantnanna, með fjórum fyrirlestrum á viku. Sérstakt tillit ætti að taka til jurtagróðurs Norðurlanda, helztu nytjaplantna heimsins, sem og allra þeirra tegunda og ætta, sem mikilsverðar eru sem liðir í skyldleikakerfinu. Ennfremur þyrfti að hafa yfirheyrslur tvisvar sinnum á viku. Nám með þessu sniði ætti að geta gert ötulum nemendum það kleift að standa allt að þvi jafnfætis félögum sínum í öðrum lönd- um, sem taka próf í jurtafræði sem aukafagi. Vitanlega tekur það langan tima og hefir nokkurn kostnað í för með sér að koma upp safni til stuðnings við kennsluna, og framhaldsnámið yrði þá eink- um fólgið i þvi að lesa j)að, sem lært var, undir próf við erlendan háskóla, kynna sér „preparötin“ þar og fullkomna æfingarnar. En ef duglega er starfað og góðir nemendur yrðu til þess að fara utan fyrstu árin, ætti að fara svo, að prófið yrði viðurkennt sem auka- fagspróf i jurtafræði, að minnsta kosti við suina erlenda háskóla. II. Dýrafræði. Af ýmsum „praktiskum“ ástæðum þyrfti að haga dýrafræðinám- inu nokkuð öðruvísi en jurtafræðináminu, t. d. á þessa leið: 1. missiri. Fyrirlestrar um selluna og vefina (cytologia og histologia), 1 stund á viku.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.