Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 77

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 77
75 Æfingar í histolog. 1 stund á viku. Fyrirlestrar i ættgengisfr. (genitik) 1 stund á viku. Fyrirlestrar í fósturfræði (embryologia 1 stund á viku. Samtals 4 stundir á viku. 2. missiri. Fyrirlestrar um lægri dýr (invertebrata 2 stundir á viku. Æfingar í byggingu invertebr. (invertibrat-zootomi) 2 stundir á viku. Samtals 4 stundir á viku. 3. missiri. Fyrirlestrar í lífeðlisfræði (physiologia) 2 stundir á viku. Yfirheyrslur í lífeðlisfræði 1 stund á viku. Yfirheyrslur í lægri dýrum 2 stundir á viku. Komparativ og systematisk anatomia vertebratanna (hryggdýra), fyrirlestrar, 3 stundir á viku. Samtals 8 stundir á viku. 4. missiri. Fyrirlestrar um útbreiðslu og skyldleika hryggdýr- anna, 2 stundir á viku. Æfingar í anatomiu hryggdýranna, 3 st. á viku. Yfirheyrslur í hryggdýrunum, 3 st. á viku. Samtals 8 stundir á viku. Eins og sjá má á þessu yfirliti, er stúdentunum ætlað að kynn- ast sellu og vef dýranna, ásamt þróun þeirra og ættgengislögmál- um hins lifanda heims, öllu á fyrsta missiri. Með æfingu i histologiu er þeim ætlað að þekkja vefi og sellur dýranna undir smásjánni, og ættu tilbúin preparöt að notast við kennsluna. Jafnframt æfing- unum eiga yfirheyrslur að fara fram. Hvað fósturfræðinni viðvíkur, verða nemendurnir að læra um fyrstu þróunarstig dýranna, svo sem gastrulation og „blaðmyndun'* (ektoderm, endoderm og mesoderm), og hinar morphologisku og homologisku þýðingu þessara blaða í dýraríkinu, til skýringar á eðli skyldleikakerfisins, sem seinna kemur til sögunnar. Á öðru missiri ætti að gera sér far um að setja nemendurna inn i byggingu og skyldleika hinna lægri dýra (invertebratanna), með fyrirlestrum, og æfa þá í meðferð og ákvörðunum á þessum dýr- um, með æfingum, sem einnig eiga að festa byggingu dýranna í niinni þeirra. í sumarfriinu ættu stúdentarnir að safna nokkru af íslenzkum djirum, eftir samkomulagi við kennarana, og gæti það orðið grund- ^öllurinn undir eða byrjunin á topografiskri rannsókn á dýralifi slands, sem ekkert hefir verið fengizt við hér áður, en nauðsyn

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.