Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 82

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 82
80 Fyrir þá, sem ætla að leggja stund á efnaverkfræði, er efna- fræðinámið nokkru meira en hér að ofan er talið, og auk þess kennd steina- og kristallafræði, en þá er stærðfræði og teikni- kennsla að sama skapi minni. Svipað má segja um húsgerðarlist- ina; þar er teiknikennslan meiri, einkum fríhendisteikning eða listteikning, en þá er minna í bóklegu fögunum og tilraununum. í öllum þessum fögum er kennt almennt yfirlit og undirstaða, en engar sérgreinar þeirra teknar út af fyrir sig, og er kennslan bæði munnleg og skrifleg auk hins verklega i sumum fögunum. Til þess að kenna munnlega og skriflega námið útheimtist ekki nein sérstök tæki, og hér eru menn til með embættisprófi í stærð- fræði, er færir eru um að kenna stærðfræði, mekanik, deskriptiv geometri, og aðrir með embættisprófi í eðlisfræði og efnafræði, er færir væru að kenna efnafræði og eðlisfræði þá, sem útheimtist til fyrri hluta prófs. Til þess að geta framkvæmt tilraunirnar í eðlisfræði og efna- fræði þarf tilraunastofu. Að því er efnafræðina snertir er mjög auðvelt að koma tilraununum fyrir í sambandi við efnafræði- kennslu læknadeildarinnar, þvi að það er alveg sama námið fyrir alla, nema efnaverkfræðinga, en sé um þá að ræða, verða þeir tæplega fleiri en 1 eða 2 á ári, og á að vera auðvelt að hafa þá i tilraunum með læknanemunum, en sníða verkefni þeirra eftir nám- inu. Getur þessi efnafræðikennsla verið þarna til frambúðar í sam- handi við efnafræðikennslu læknadeildarinnar. Tilraunir í eðlisfræði er fyrst um sinn ekki hægt að hafa öðru- vísi en í sambandi við eðlisfræðitilraunir stærðfræðideildar menntaskólans. Er hægt að nota þar sama kennara og sama hús- plássið. Það þarf ekki annað en kaupa þangað nokkuð fleiri til- raunatæki, sem ekki getur kostað stórfé. Til teiknikennslunnar, sem cr alltimafrek, þarf sérstaka kennslu- stofu, en að öðru leyti engin tæki. Ef ekki er til húsnæði i sjálf- um háskólanum, er auðgert að leigja stofu undir þá kennslu hvar sem er, eða semja um að fá hana i sambandi við teiknikennslu Iðnskólans. Þar kenna meðal annara verkfræðingar teikningu, er færir eru um að veita þá tilsögn í teikningu, er þarf til verkfræði- náms, annars en húsagerðarlistar, en i listteikningu geta háskóla- gengnir húsameistarar og listamenn veitt tilsögn. Þótt eðlisfræði- tilraununum og teiknikennslunni yrði þannig fyrst um sinn komið fyrir í sambandi við aðra skóla, getur það ekki orðið til fram- búðar; ekki af þvi, að kennslan verði i sjálfu sér ófullnægjandi, heldur af hinu, að það er æskilegast, að öll kennsla, er háskólinn veitir, fari fram í deildum hans sjálfs, þá þarf ekki að taka tillit til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.