Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 88

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 88
86 kröfur aðrir háskólar gerðu, svo að námið hér gæti jafnframt ver- ið undirbúningur undir nám annarsstaðar. Jafnvel þótt ekki fengist full viðurkenning frá Hafnarháskóla á slíku prófi hér á landi, heldur aðeins undanþága frá prófi í dönsk- um borgararétti og talfræði Danmerkur fyrir þá stúdenta, sem tek- ið hefði hér próf í tilsvarandi greinum, þá býst ég samt við, að menn ættu að geta stundað þetta nám hér heima í 2 ár, en farið svo til Kaupmannahafnar og tekið þar próf í hagfræði og sögu eftir hálfs árs dvöl þar. Og jafnvel þótt engin viðurkenning fengist á neinu prófi liéðan í þessum greinum, þá ætti þó að mega stunda hér að gagni nám í hagfræði og sögu eitt ár, sem sparað gæti eitt ár eriendis. Bókfærslunámsskeið mundi sjálfsagt lika mega taka hér, og próf héðan frá háskólanum í forspjallsheimspeki býst ég við, að muni vera tekið gilt af Hafnarháskóla. Svo sem áður er sagt, læra lögfræðinemar í Danmörku bæði hag- fræðiágrip og nokkuð í talfræði Danmerkur, og víðast mun það vera svo, að lögfræðingar séu látnir iæra eitthvað í hagfræði. Hf komið yrði á slikri kennslu hér til undirbúnings fyrir hagfræði- nema, gæti líka komið til mála að láta lögfræðinema hér við há- skólann verða hennar aðnjótandi. Reykjavík, 11. april 1931. Þorsteinn Þorsteinsson. Undirbúningsnúm í tungiimáhim við Háskúla Islands. Ég hygg, að auðvelt verði að koma hér á kennslu fyrir stúdenta þá, er nema vilja mál, fyrstu 1—2 árin af venjulegri háskólafræðslu, einkum í germönskum og rómönskum málum. Þeir, er leggja stund á þýzk fræði, lesa fyrstu tvö árin einkum gotnesku, fornháþýzku, fornsaxnesku, miðháþýzku, almenna bókmenntasögu, hljóðfræði og þýzkar bókmenntir á ýmsum timum. Þeir, er leggja stund á ensk fræði, lesa gotnesku, engilsaxnesku og fornenskar bókmenntir, auk almennra rita í hljóðfræði o. s. frv. Nú stendur svo á, að öll forn- germönsk mál eru kennd hér við háskólann, og yrði því kostnaðar- auki mjög litill, þótt aukakennari tæki að sér nokkrar stundir i enskum fræðum. í rómönskum málum má einnig koma á kennslu án tilfinnanlegs kostnaðar. Benda má og á það, að flestir tungumálanemendur verja nokkrum tima í það í byrjun að lesa höfuðrit bókmenntanna og gera það að mestu án kennslu. Gera má þó ráð fyrir t. d. 4 tíma kennslu á viku í hverju tungumáli. Reykjavík, 27. apríl 1931. Alexander Jóhannesson.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.