Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 88

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 88
86 kröfur aðrir háskólar gerðu, svo að námið hér gæti jafnframt ver- ið undirbúningur undir nám annarsstaðar. Jafnvel þótt ekki fengist full viðurkenning frá Hafnarháskóla á slíku prófi hér á landi, heldur aðeins undanþága frá prófi í dönsk- um borgararétti og talfræði Danmerkur fyrir þá stúdenta, sem tek- ið hefði hér próf í tilsvarandi greinum, þá býst ég samt við, að menn ættu að geta stundað þetta nám hér heima í 2 ár, en farið svo til Kaupmannahafnar og tekið þar próf í hagfræði og sögu eftir hálfs árs dvöl þar. Og jafnvel þótt engin viðurkenning fengist á neinu prófi liéðan í þessum greinum, þá ætti þó að mega stunda hér að gagni nám í hagfræði og sögu eitt ár, sem sparað gæti eitt ár eriendis. Bókfærslunámsskeið mundi sjálfsagt lika mega taka hér, og próf héðan frá háskólanum í forspjallsheimspeki býst ég við, að muni vera tekið gilt af Hafnarháskóla. Svo sem áður er sagt, læra lögfræðinemar í Danmörku bæði hag- fræðiágrip og nokkuð í talfræði Danmerkur, og víðast mun það vera svo, að lögfræðingar séu látnir iæra eitthvað í hagfræði. Hf komið yrði á slikri kennslu hér til undirbúnings fyrir hagfræði- nema, gæti líka komið til mála að láta lögfræðinema hér við há- skólann verða hennar aðnjótandi. Reykjavík, 11. april 1931. Þorsteinn Þorsteinsson. Undirbúningsnúm í tungiimáhim við Háskúla Islands. Ég hygg, að auðvelt verði að koma hér á kennslu fyrir stúdenta þá, er nema vilja mál, fyrstu 1—2 árin af venjulegri háskólafræðslu, einkum í germönskum og rómönskum málum. Þeir, er leggja stund á þýzk fræði, lesa fyrstu tvö árin einkum gotnesku, fornháþýzku, fornsaxnesku, miðháþýzku, almenna bókmenntasögu, hljóðfræði og þýzkar bókmenntir á ýmsum timum. Þeir, er leggja stund á ensk fræði, lesa gotnesku, engilsaxnesku og fornenskar bókmenntir, auk almennra rita í hljóðfræði o. s. frv. Nú stendur svo á, að öll forn- germönsk mál eru kennd hér við háskólann, og yrði því kostnaðar- auki mjög litill, þótt aukakennari tæki að sér nokkrar stundir i enskum fræðum. í rómönskum málum má einnig koma á kennslu án tilfinnanlegs kostnaðar. Benda má og á það, að flestir tungumálanemendur verja nokkrum tima í það í byrjun að lesa höfuðrit bókmenntanna og gera það að mestu án kennslu. Gera má þó ráð fyrir t. d. 4 tíma kennslu á viku í hverju tungumáli. Reykjavík, 27. apríl 1931. Alexander Jóhannesson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.