Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor háskólans var prófessor dr. ólafur Lárusson.
Varaforseti háskólaráðs var kosinn próf. Ásmundur GuÖ-
mundsson, en ritari próf. Jón Steffensen.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Ásmundur Cruðmundsson í guðfræðisdeild.
Prófessor Jón Steffensen í læknadeild,
Prófessor Gylfi Þ. Gíslason í laga- og hagfræðisdeild,
Prófessor Símon Jóh. Ágústsson í heimspekisdeild,
Prófessor dr. Finnbogi R. Þorvaldsson í verkfræðisdeild.
Áttu þessir deildarforsetar sæti í háskólaráði undir for-
sæti rektors.
II. HÁSKÓLAHÁTÍÐ
Háskólahátíð var haldin í hátíðasalnum 1. vetrardag, 25.
október 1947, og hófst kl. 2. Voru þar viðstaddir ríkisforseti
og ýmsir gestir aðrir, er boðnir höfðu verið til hátíðarinnar,
auk kennara og stúdenta. Rektor stýrði athöfninni og flutti
ræðu þá, er hér fer á eftir:
Herra forseti, háttvirtu gestir og stúdentar!
Á síðastliðnu háskólaári voru nokkrar breytingar gerðar
á löggjöfinni um málefni háskólans. Háskólalögunum nr. 21/'
1936 var lítilsháttar breytt með 1. nr. 21/1947, og var breyt-
ingin sú, að stúdentar í íslenzkum fræðum eiga þess fram-
vegis kost að velja um, hvort þeir vilji heldur ganga undir
kandidatspróf eða meistarapróf, en áður urðu þeir, sem ganga