Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 76
74
boðsmannsins nema óseldar vörur hjá honum 7140 kr. við
því söluverði, sem verzlunin hafði ákveðið, en í því er talin
40% álagning á kostnaðarverð vörunnar, kominnar í hús. A
á að fá 8% umboðslaun, en þau hafa ekki verið bókfærð.
Verzlunin á og ógreiddan reikning, að upphæð 150 kr., fyrir
keyrslu vörunnar til A.
8. Óbókfærðir vextir af bankainneign nema 217 kr.
9. í sjóði reynast 4312 kr.
10. Ógreiddar eru 350 kr. fyrir rafmagn. Birgðir af umbúðum,
sem færðar hafa verið á kostnaðarreikning, eru metnar á
2000 kr.
11. Gísli Gíslason, sem hefur hluta af vörugeymslu verzlunarinnar
á leigu, hefur ekki enn greitt húsaleigu fyrir desember, að
upphæð 100 kr.
12. Vaxtabréfalánið var tekið 30. júní 1947 og er til 10 ára. Á það
að endurgreiðast með útdrætti, sem fara skal fram tvisvar
á ári, 30. júní og 31. des., í fyrsta sinn 31. des. 1947. Vextir
af bréfunum nema 4% p. a., og falla vaxtamiðamir í gjald-
daga á sömu dögum og útdráttur fer fram. Útdrátturinn hefur
ekki verið bókfærður, og engir vaxtamiðar greiddir.
Skrifið ennfremur efnahags- og rekstrarreikning pr. 31. des 1947.
II. Efnahagsreikningar h.f. A og h.f B eru sem hér segir:
H.f. A.
Eignir. Skuldir.
Fasteign kr. 50 000 Hlutafé kr. 80 000
Áhöld — 10 000 Varasjóður .... — 15 000
Hráefni — 20 000 Víxilskuldir — 30 000
Afurðir — 11000 Lánardrottnar . — 10 000
Víxlar .. 17 000
Skuldunautar .. — 8 000
Inneign í banka — 16 000
Peningar 3 000
kr. 135 000
kr. 135 000