Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 121
119
og Helsingfors, sem þakklætisvottur fyrir fyrirgreiðslu við íslenzka
stúdenta, sem voru þar á ferðalagi sumarið 1947.
12. Ritvél. Samþykkt var að festa kaup á ritvél, þar eð ritvél,
sem stúdentaráðið átti endur fyrir löngu, er nú algerlega glötuð.
13. Fastur starfsmaður. Víkingur H. Arnórsson var ráðinn til
þess að annast störf stúdentaráðs yfir sumarmánuðina, enda fóru
flestir ráðsmenn burt úr bænum þann tíma, svo að ógerningur var
að halda uppi starfi ráðsins.
14. Ýmislegt fleira var rætt í ráðinu, og ýmis önnur mál lét stú-
dentaráð til sín taka, þó þeirra verði ekki getið hér sérstaklega.
Skýrsla um íþróttir stúdenta
veturinn 1947—48.
Fyrri hluta vetrar og fram í marz æfðu stúdentar í íþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu.
Fastar kennslustundir voru 8 á viku. Æfingasókn var með lak-
asta móti.
Stúdentar stunduðu handknattleik og kepptu í honum, og var það
eina íþróttin, sem þeir virtust hafa einhvern áhuga á.
íþróttahús háskólans var í smíðum, en 2. apríl var það svo full-
búið, að boðað var til æfingar, og það að sjálfsögðu í uppáhalds-
íþrótt stúdenta, handknattleik.
Æfingin var ekki fjölsótt.
íþróttafélag stúdenta starfaði lítið. Famar voru nokkrar skíða-
ferðir og gist í hinum nýja skíðaskála félagsins á Hellisheiði.
Benedikt Jakobsson.
Breytingar á reglugerð fyrir Háskóla íslands
nr. 47 frá 30. júní 1942.
Samkvæmt tillögu ráðuneytisins hefur forseti íslands í dag stað-
fest eftirfarandi breytingu á reglugerð Háskóla íslands:
1. gr.
29. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:
1 guðfræðisdeildinni er veitt kennsla í þessum greinum:
1. Gamla-testmentisfrœði:
a. Skýringar á völdum köflum úr Gamla-testmentinu.
b. Trúarsaga Israels.
c. Inngangsfræði Gamla-testamentisins.
d. Stutt yfirlit yfir ísraelssögu.