Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 119
117
vegar haft við sambandið ýmis skipti. Skrifstofur sambandsins
eru í Prag, og forseti þess tékkneskur.
Allmiklar deilur eru nú komnar upp í sambandinu milli „austurs"
og „vesturs," og virðist einsýnt, að enginn grundvöllur er fyrir ís-
lenzk stúdentasamtök að gerast aðili að sambandinu.
Stúdentamót hér.
Ákveðið hefur verið að stofna til norræns stúdentamóts hér á
landi næsta sumar. Stúdentaráð hefur skipað sérstaka nefnd til að
annast undirbúning mótsins. Er nefndin skipuð fimm stúdentum,
en formaður hennar er Bergur Sigurbjörnsson, fulltrúi á skrifstofu
Fjárhagsráðs. Mun ætlunin að bjóða eigi færri en 25 stúdentum
frá hverju Norðurlandanna til mótsins.
Fjárhagur.
Eignir stúdentaráðs hafa aukizt í tíð núverandi ráðs um rúmlega
25 þús. kr., þegar með er talin eignaaukning Framkvæmdasjóðs.
Hagnaður á árinu varð kr. 21.599.24, að viðbættum hagnaði, sem
gengur beint til framkvæmdasjóðs, kr. 3021.26.
Ýmis mál.
1. Styrkir. Stúdentaráð fór þess á leit við Alþingi, að styrkur til
háskólastúdenta yrði hækkaður úr 190 þús. kr. upp í 312 þús. kr.,
og fylgdi mjög ítarleg og nákvæm greinargerð. Ekki fékkst þó
allur þessi styrksauki, en hins vegar hækkaði Alþingi styrkinn upp
í 250 þús. kr., og má segja, að það sé ekki alllítil viðbót frá því,
sem áður var.
2. Skipulagsskrá fyrir Framkvæmdarsjóð stúdenta, var endan-
lega samþykkt á fundi ráðsins 28. janúar.
3. Hlunnindi. Fenginn var afsláttur af aðgöngumiðum á leiksýn-
ingar og kvikmyndir (að nánar tilteknum sýningum) gegn fram-
vísun stúdentaskírteina. Þá fengu stúdentar aðgöngumiða að konsert
hjá Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur fyrir hálfvirði. Gefnir voru
70 miðar til stúdenta á kvikmyndasýningu um kjarnorkurannsóknir.
4. í barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gaf stúdentaráð 2000 kr.
Upphaflega var ætlunin, að stúdentaráð gengist fyrir lýsissöfnun
handa erlendum stúdentum, en þegar leitað var til botnvörpuskipa-
eigenda, þá stóðu þeir einmitt fyrir bamahjálpinni og sinntu því
ekki málaleitan okkar sem ella, en án þeirra hjálpar myndi lítið
hafa orðið úr lýsissöfnun.
5. Vegna skorts á tímaritum í háskólabókasafninu, samþykkti