Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 8
6 11 í læknisfræði, 3 í tannlækningum, 16 í lögfræði, 3 í viðskipta- fræðum og einn í íslenzkum fræðum. Þrettán stúdentar luku fyrra hluta prófi í lögfræði, 11 miðhluta prófi og 14 fyrsta hluta prófi í læknisfræði, 5 fyrra hluta prófi í íslenzkum fræðum og 6 í verkfræði. Auk þess luku 26 stúdentar prófi í efnafræði og 87 í forspjallsvísindum. Nú í haust hafa verið skráðir í stúdenta tölu 136, og eru þá alls skráðir hér við háskólann 556 stúdentar. Tvær gjafir hafa háskólanum verið gefnar, sem skylt er að minnast með þökkum. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson hefur enn á ný gefið rausnarlega fjárhæð til sjóðs þess, er hann stofnaði til minningar um föður sinn, Davíð Scheving Thorsteinsson héraðslækni og ætlaður er til styrktar lækna- stúdentum og stúdentum í íslenzkum fræðum. Hin gjöfin er bókagjöf mikil, sem sænskur maður, Lars Saxon, forstjóri í Stokkhólmi, hefur gefið bókasafni háskólans. Eru það um 1000 bindi, og er þar margt góðra bóka, sem eigi voru áður til í bókasöfnum hér á landi, og eru slíkar gjafir mikilsverðar og næsta kærkomnar. Háskóli Islands er ríkisstofnun, og leggur ríkissjóður hon- um til mestan hluta þess fjár, er hann notar. Að vísu hefur háskólinn nokkuð fé annað undir höndum, en hann getui' aðeins að litlu leyti varið því til hinna almennu þarfa sinna. Nokkrir sjóðir hafa verið lagðir til háskólans, en þeir eru flestir ætlaðir til sérstakra nota, einkum til styrktar stúdentum. Nálega allir eru sjóðir þessir litlir og því lítils megnugir. Eignir þeirra eru peningar, verðbréf og bankainnstæður, og því háð- ar duttlungum verðgildisbreytinga peninganna. Sáttmálasjóð- urinn er langstærstur sjóða þeirra, er háskólinn ræður yfir. Hann var stofnaður með sambandslögunum 1918 og hefur nú starfað síðan árið 1920. Höfuðstóll hans var í fyrstu 1 milj. kr., og er svo fyrir mælt í skipulagsskrá hans, að fimmtungur af vaxtatekjum hans skuli ár hvert lagður við höfuðstólinn. 1 skipulagsskránni eru honum og ætluð þrenn verkefni: 1) að efla andlegt samband milli Danmerkur og fslands, 2) að styðja íslenzkar visindarannsóknir og aðra vísindastarfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.