Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Qupperneq 8
6
11 í læknisfræði, 3 í tannlækningum, 16 í lögfræði, 3 í viðskipta-
fræðum og einn í íslenzkum fræðum. Þrettán stúdentar luku
fyrra hluta prófi í lögfræði, 11 miðhluta prófi og 14 fyrsta
hluta prófi í læknisfræði, 5 fyrra hluta prófi í íslenzkum
fræðum og 6 í verkfræði. Auk þess luku 26 stúdentar prófi
í efnafræði og 87 í forspjallsvísindum. Nú í haust hafa verið
skráðir í stúdenta tölu 136, og eru þá alls skráðir hér við
háskólann 556 stúdentar.
Tvær gjafir hafa háskólanum verið gefnar, sem skylt er
að minnast með þökkum. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson
hefur enn á ný gefið rausnarlega fjárhæð til sjóðs þess, er
hann stofnaði til minningar um föður sinn, Davíð Scheving
Thorsteinsson héraðslækni og ætlaður er til styrktar lækna-
stúdentum og stúdentum í íslenzkum fræðum. Hin gjöfin
er bókagjöf mikil, sem sænskur maður, Lars Saxon, forstjóri
í Stokkhólmi, hefur gefið bókasafni háskólans. Eru það um
1000 bindi, og er þar margt góðra bóka, sem eigi voru áður
til í bókasöfnum hér á landi, og eru slíkar gjafir mikilsverðar
og næsta kærkomnar.
Háskóli Islands er ríkisstofnun, og leggur ríkissjóður hon-
um til mestan hluta þess fjár, er hann notar. Að vísu hefur
háskólinn nokkuð fé annað undir höndum, en hann getui'
aðeins að litlu leyti varið því til hinna almennu þarfa sinna.
Nokkrir sjóðir hafa verið lagðir til háskólans, en þeir eru
flestir ætlaðir til sérstakra nota, einkum til styrktar stúdentum.
Nálega allir eru sjóðir þessir litlir og því lítils megnugir. Eignir
þeirra eru peningar, verðbréf og bankainnstæður, og því háð-
ar duttlungum verðgildisbreytinga peninganna. Sáttmálasjóð-
urinn er langstærstur sjóða þeirra, er háskólinn ræður yfir.
Hann var stofnaður með sambandslögunum 1918 og hefur nú
starfað síðan árið 1920. Höfuðstóll hans var í fyrstu 1 milj.
kr., og er svo fyrir mælt í skipulagsskrá hans, að fimmtungur
af vaxtatekjum hans skuli ár hvert lagður við höfuðstólinn.
1 skipulagsskránni eru honum og ætluð þrenn verkefni: 1)
að efla andlegt samband milli Danmerkur og fslands, 2) að
styðja íslenzkar visindarannsóknir og aðra vísindastarfsemi