Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 73
71
Ógreitt er af útsvari kr. 5000.00 um áramót og hefir ekki verið
bókfært. Eignarskattur var kr 500.00
Fasteignamat húseignar er kr. 60 000, sem notuð er fyrir skrif-
stofur og verzlun. Steinhús. Innifalið í kostnaði eru kr. 5000.00,
sem er gjöf til R. K. f. Útistandandi skuldir eru kr. 140 000.00,
og skuldheimtumenn kr. 30 000.00. Af útistandandi skuldum eru
kr. 10 000.00 alveg tapaðar.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja 20% af tekjum ársins
í varasjóð.
Hverjar eru skattskyldar tekjur félagsins?
Hver er skattskyld eign félagsins?
Sýnið bókanir á höfuðstólsreikningi og varasjóðsreikningi í aðal-
bók.
1 bankarekstrarfrœði:
1. Hverjar eru helztu tegundir útlána hjá íslenzkum bönkum?
Gerið grein fyrir einkennum hverrar tegundar.
2. Gerið grein fyrir notkun bankaábyrgðar (rembourse) í inn-
flutningsverzlun.
3. Gerið grein fyrir innheimtustarfsemi banka.
4. Gerið grein fyrir greiðslufrestsviðskiptum með kaupaþóknun
(kaupapremiu) á kaupþingum.
5. Gerið grein fyrir helztu aðferðum við gengisskráningu á kaup-
þingum.
1 viðskiptareikningi:
1. Timburverzlun flytur eftirtalið timbur til landsins:
Frá Finnlandi 3 þús. St.Pétursborgar standarða á 90 £ pr. stand.
Frá Kanada 1 þús. St.Pétursborgar standarða á 425 3 pr. stand.
Frá Svíþjóð 2,2 þús. Gautaborgarstandarða á 1650 s. kr. pr. stand.
í útsölu reiknast 1 £ á 32 kr., 1 3 á 7,80 kr. og s. kr. á 2,2 kr.
Ákveðið er að gera verðjöfnun á öllu timbrinu. Finn meðalverð pr.
St.Pétursborgarstandarð.
2. Húseigandi nokkur fær lán út á hús sitt, 75 þús kr. annúítets-
lán til 40 ára með 4% vöxtum út á 1. veðrétt, og 25 þús kr. lán
til 25 ára með jöfnum afborgunum og 5% vöxtum út á 2. veðrétt.
10 árum síðar selur hann húsið fyrir 160 þús. kr. Kaupandi tekur
að sér að greiða eftirstöðvar lánanna, og koma þeir sér saman
um að reikna með 4%% vöxtum við yfirtöku þeirra. Hve stór
verður útborgunin?
3. A skuldar B 4000 kr., sem eiga að greiðast eftir 4 ár, og