Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 17
15
haustið 1948 og taldi ekki gerlegt að koma því máli í framkvæmd
að sinni.
Embætti.
Prófessorsembætti í lögfræði. Prófessor Isleifi Árnasyni var
16. júní 1948 veitt lausn frá embætti samkvæmt eigin ósk
frá 1. september að telja. Var embættið síðan auglýst til um-
sóknar með umsóknarfresti til 15. júlí. Umsækjendur voru:
settur prófessor Ólafur Jóhcinnesson, cand. jur. Ármann Snæarr
og cand. jur. Hafþór Guðmundsson. 1 nefnd til þess að dæma
um hæfi umsækjenda voru kosnir próf. dr. Ólafur Lárusson,
formaður nefndarinnar, kjörinn af laga- og hagfræðisdeild,
dr. jur. Einar Arnórsson, nefndur af háskólaráði, og dr. jur.
Björn Þórðarson af hálfu mennamálaráðuneytisins. Settur pró-
fessor Ólafur Jóhannesson var 13. sept. skipaður í embættið
frá 1. sept. 1948 að telja.
Hinn 23. sept. 1948 var dósent ólafur Björnsson skipaður
prófessor í laga- og hagfræðisdeild frá 1. sept. að telja, skv.
1. gr. laga nr. 24, 19. maí 1930, um háskólakennara.
Björn Guðfinnsson lektor var 26. sept. 1947 skipaður dósent
í íslenzku nútíðarmáli og hagnýtri kennslu, skv. lögum nr.
23, 23. apríl 1946.
Kennsla.
Próf. dr. Magnús Jónsson hafði fengið lausn frá kennslu-
skyldu þetta skólaár, og annaðist séra Magnús Már Lárusson
kennslu hans.
Dósent Sigurbjörn Einarsson hafði einnig lausn frá kennslu-
skyldu allt skólaárið, og kenndi séra Jóhann Hannesson í hans
stað.
Loks hafði dósent dr. Björn Guðfinnsson leyfi frá kennslu
þetta skólaár. Kennslu hans önnuðust dr. phil. Björn K. Þórólfs-
son og cand. mag. Ólafur Ólafsson.
Kennsla í þjóðarétti. Til þess að hafa á hendi kennslu í