Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 61
59
n. í refsirétti: Hvenær leysir samþykki þess, sem misgert er
við, undan refsingu?
m. I réttarfari: Lýsið reglunum um aðiljasamning.
IV. Raunhæft verkefni:
Jón Sigurðsson verzlunarmaður, 17 ára að aldri, náði úr ólæstri
skrifborðsskúffu húsbónda síns, Sigurðar Jónssonar, 1000 kr. veð-
deildarbréfi, er var eign Sigurðar, en hljóðaði á handhafa. Bréf
þetta fékk Jón málflutningsmanni til sölu, og seldi málflutnings-
maðurinn það D. fyrir nafnverð og afhenti síðan Jóni andvirðið, enda
var hvorki málflutningsmanninum né D. kunnugt, að Jón væri
að bréfinu kominn á óheiðarlegan hátt.
Þeir Jón og D. voru kunnugir. Nokkru eftir að D. keypti bréfið,
berst það í tal milli þeirra, að D. hefði keypt veðdeildarbréf. Kom
þá upp úr samtalinu, hvemig Jón hafði fengið bréfið. Varð D.
smeykur um, að Sigurður gæti náð bréfinu af sér, og fól því sama
málflutningsmanni, sem hann hafði keypt það hjá, að selja það.
Gekk það greiðlega. Kaupandinn E. greiddi andvirði bréfsins, og
málflutningsmaðurinn afhenti það D., enda vissi hann ekki til,
að neitt væri athugavert.
Skömmu síðar komst rannsóknarlögreglan að því, að Jón hafði
tekið bréfið í heimildarleysi. Játaði hann þá, hvernig hann var að
bréfinu kominn. Meðan á lögreglurannsókn stóð, fékk D. Jón til
þess að bera það í réttinum, að hann hefði selt bréfið einhverjum
manni, sem hann vissi engin deili á. Við nánari rannsókn leiðrétti
Jón þetta og sagði hið sanna um sölu bréfsins. Þá var D. einnig
dreginn inn í málið, og eftir að hann fyrst hafði neitað öllum sakar-
giftum, játaði hann hið sanna.
Að lokinni rannsókn var mál höfðað gegn þeim Jóni og D.
Hvorki Jóni né D. hafði verið refsað áður. D. var 24 ára.
Fyrir hver brot er rétt að ákæra þá, og ber að refsa þeim öðmm
eða báðum, og ef refsing þykir við eiga, hver á hún þá að vera og
samkvæmt hvaða heimild?
Sigurður höfðaði einkamál gegn E. til afhendingar á bréfinu,
en áður en dómur féll í því máli, gerði hann skaðabótakröfu í refsi-
málinu gegn þeim Jóni og D.
Hver verða rökstudd úrslit í báðum málum um kröfu Sigurðar?
Skriflega prófið fór fram 8., 10., 13., og 15. jan. Munnlega
prófið fór fram 27. janúar 1948.
Verkefni í skriflegu prófi í maí voru þessi: