Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 88
86
leggja skólann sem viðskiptaháskóla. Mun Steinþór svo hafa
falið Gylfa að verlegu leyti skipulagninguna á þessum grund-
velli. Þegar því var lokið, var ráðamönnum ljóst, að eðlilegast
var að sameina skólann Háskóla Islands. Það er Steinþóri til
lofs, að hann síður en svo spymti fæti við þessari þróun.
Hann taldi sameiningu við Háskóla Islands sjálfsagða og sínu
verki þar með lokið. Og svo fjarri fór því, að hann liti á gang
málanna sem nokkurn ósigur fyrir sig, að hann var reiðubúinn
að kenna í viðskiptadeild þá grein, viðskiptareikning, er hann
hafði kennt við Viðskiptaháskólann.
Árið 1939 var stofnuð Rannsóknarnefnd — síðar Rannsókn-
arráð — ríkisins með Steinþóri sem framkvæmdarstjóra. 1941
var Atvinnudeild háskólans lögð undir yfirstjóm Rannsóknar-
ráðs, og varð Steinþór þá jafnframt framkvæmdarstjóri deildar-
innar.
Með þessum störfum var Steinþór ennfremur stundakennari
við menntaskólann árin 1941—45, en hafði látið þar af föstu
kennarastarfi 1939.
Árið 1940 kemur Steinþór á ný inn í sögu háskólans. Þá
átti hann sæti í nefnd, er Verkfræðingafélag íslands skipaði
í samráði við háskólaráð til að athuga möguleika á því, að hér
yrði tekin upp kennsla fyrir verkfræðinga.
Steinþór var yfirleitt manna bjartsýnastur á nýjar fram-
kvæmdir, en á skólamálum sá hann margar hliðar, og hann
skilaði minnihlutaáliti um verkfræðikennsluna, þar sem
hann, ásamt Einari B. Pálssyni, réð frá því, að síðara hluta
námið yrði flutt inn í landið. Þessi niðurstaða mun síðar hafa
haft veruleg áhrif, er verkfræðisdeildin var stofnuð og horfið
var frá síðara hluta kennslu fyrst um sinn. Er verkfræði-
kennsla hófst við háskólann, tók Steinþór að sér eðlisfræðina
og hélt þeirri kennslu að mestu til dauðadags. Ennfremui’
kenndi hann landmælingu til síðara hluta prófs þeim eina ár-
gangi, sem hér tók fullnaðarpróf í verkfræði. Steinþór var
glöggur á vandamál og þarfir verkfræðisdeildarinnar, og það
álit, er hann naut meðal samkennara, má nokkuð marka af þvi,
að hann var kosinn formaður nefndar, sem háskólinn og Verk-