Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 87
85
langt hlé. Steinþór vann við þær til loka eða í 9 sumur, þar
af í 8 sumur sem foringi mælingaflokks á hálendi landsins.
Á þessum árum varð hann afburðaduglegur ferðamaður og
einn af kimnugustu mönnum í óbyggðum landsins. Jafnframt
fór hann að gefa sig mikið að vetraríþróttum, og hann varð
athafnasamur í hópi skíðamanna á Akureyri. Eftir að Steinþór
fluttist til Reykjavíkur, kom það af sjálfu sér, að hann varð
einn af virkustu mönnum í Ferðafélagi Islands og um langt
skeið varaformaður þess, og á sama hátt varð hann einn af
fremstu mönnum í Skíðafélagi Reykjavíkur og síðar formaður
Skíðasambands Islands.
Með þessari fjölþættu starfsemi og miklu frístundavinnu
var það komið fram, sem mjög einkenndi Steinþór: Hann var
gæddur fágætum dugnaði og hafði fjölhæfar gáfur. Hann
hafði opin augu fyrir mörgu, sem gera mætti og gera þurfti,
og starfsviljinn var svo ör, að hann tók gjarnan tafarlaust til
hendi, þar sem hann sá óunnið verk, og hann gerði það án
minnsta tillits til þess, hvort hann gæti vænzt launa fyrir það.
Manni gat jafnvel virzt starfsviljinn um of, og því ber ekki
að neita, að hann ætlaði sér ekki ávallt af og dreifði kröftum
sínum meir en heppilegt mætti teljast.
Ýmsir ráðandi menn, er kynntust Steinþóri náið, fengu trú
á hæfileikum hans og mannkostum og vildu ryðja honum braut
til meiri áhrifastarfa. 1938 var stofnaður Viðskiptaháskóli
Islands og Steinþóri falin skólastjórn hans. Enda þótt Stein-
þór hefði öðlazt mikla reynslu sem skólamaður, virðist þetta
starf þó að flestu leyti hafa verið honum fjarlægt. Þó er það
dómur kunnugra manna, að hann hafi reynzt vandanum miklu
betur vaxinn en á horfðist.
Skólinn var í upphafi hugsaður sem „diplomata-skóli,“ er
búa átti unga Islendinga undir starf í utanríkisþjónustu lands-
ins. En að öðru leyti mun starfsgrundvöllur skólans allur hafa
verið óljós og skólastjóranum ætlað að móta starfsemina.
Steinþór sneri sér til hagfræðings, Gylfa Þ. Gíslasonar, og mun
þeim hafa komið saman um, að skynsamlegast væri að skipu-