Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 112
110
gerði að nokkru sératkvæði, þar sem hann telur, að um ónákvæmni
hafi verið að ræða í kjörstjórnarstörfum.
Fundir.
1. Stúdentaráðsfundir. Ráðið hélt 41 fund, og voru 170 mál á
dagskrá. Reglulegir fundir voru haldnir á miðvikudögum, eftir því
sem hægt var að koma við, og var mönnum látin dagskrá í té fyr-
ir hvern fund eftir því sem tök voru á. Fundir voru og haldnir
aðra daga eftir þörfum.
2. Almennir stúdentafundir. a) 20. nóvember 1947 var haldinn
almennur fundur háskólastúdenta, samkvæmt áskorun, er var undir-
rituð af 69 stúdentum, og var aðalumræðuefnið frumvarp um brugg-
un og sölu áfengs öls, sem þá lá fyrir Alþingi. Var fundurinn all-
fjölmennur og umræður miklar. Lýsti fundurinn sig fylgjandi sam-
þykkt frumvarpsins.
b) 15. janúar 1948 gekkst stúdentaráð fyrir almennum fundi há-
skólastúdenta um skrif Alþýðublaðsins um áramótadansleik stú-
denta, — en þar var á mjög ómaklegan hátt veitzt að stúdentum og
háskólakennurum í nafni stúdents. Á fundinum var samþykkt, að við
svo búið yrði ekki hafizt frekar handa í því máli.
c. 2. febrúar 1948 var haldinn almennur stúdentafundur, að til-
hlutan stúdentaráðs, og var þar rætt Grænlandsmálið. Framsögu í
málinu hafði Guðmundur Þorláksson, cand. mag., og mælti hann
gegn því að íslendingar héldu uppi kröfum til Grænlands. Fundurinn
var allfjölmennur og umræður fjörugar. Samþykkt var gerð, þess
efnis, að Grænlendingar ættu einir land sitt, og því bæri íslendingum
ekki nein réttindi þar.
d) 8. marz 1948 gekkst stúdentaráð enn fyrir almennum fundi
háskólastúdenta, og var þá rætt um viðburðina í Tékkóslóvakíu og
þróun alþjóðamála. Var þetta fyrsti fundurinn af fjölmörgum, sem
haldnir voru hér í bæ um sama efni. Þetta mun vera fjölmennasti
háskólastúdentafundur hérlendis, sem sögur fara af. Frummælend-
ur voru fjórir, einn frá hverju félagi, sem á fulltrúa í stúdentaráði,
en þeir voru: Ingi R. Helgason (Fél róttækra stúdenta), Jón
Hjaltason (Fél. frjálslyndra stúdenta), Jón P. Emils (Stúdentafél.
lýðræðissinnaðra sósíalista). Tómas Tómasson (Vöku, fél lýðræðis-
sinnaðra stúdenta).
Umræður urðu miklar og harðar. í fundarlok var ofbeldi komm-
únista í Tékkóslóvakíu vítt, en háskólaborgurum þar í landi send-
ar samúðarkveðjur, með fundarsamþykkt, er hlaut 102 atkvæði
gegn 49.
3. Fundur, er var útvarpað. Stúdentaráð annaðist (22. nóv.)