Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 111
109
XV. ÝMISLEGT
Yfirlit yfir störf stúdentaráðs 1947—1948.
Skýrsla formanns stúdentaráðs.
Skipan ráðsins.
Að afloknum kosningum til stúdentaráðs, 1. nóv. 1947, voru
eftirtaldir menn réttkjörnir til setu í ráðinu: Af A-lista — lista
Stúdentafélags lýðræðissinnaðra sósíalista: Jón Pálmi Emilsson,
stud. jur. Af B-lista — lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stú-
denta: Tómas Tómasson, stud. jur., Víkingur Heiðar Arnórsson,
stud. med., Bragi Guðmundsson, stud. polyt., Jónas Gíslason, stud.
theol., Páll Líndal, stud. jur. Af C-lista — lista Félags frjálslyndra
stúdenta: Páll Hannesson, stud. polyt. Af D-lista — lista Félags
róttækra stúdenta: Hjálmar Ólafsson, stud. phil., Ámi Halldórs-
son, stud. jur.
Með bréfi dags. 2. nóv. (berst í hendur stúdentaráðs 8. nóv.)
afsalar Páll Hannesson sér setu í ráðinu, en kveður varamann sinn
til starfans. Jón Hjaltason, stud. jur., hefur því setið í ráðinu sem
fulltrúi Fél. frjálslyndra stúdenta.
Á fundi 12. maí sagði Páll Líndal af sér ráðsmennsku. Vara-
maður hans, Höskuldur Ólafsson, stud. polyt., tók sæti hans.
Af varamönnum, sem tóku allverulegan þátt í störfum ráðsins,
má einkum nefna Elínu Pálmadóttur, stud., phil., frá Vöku, Inga
R. Helgason, stud. jur., frá róttækum, og Jóhann Finsson, stud.
med frá frjálslyndum.
Á fyrsta fundi ráðsins, 4. nóv. 1947, er stjómarkjör skyldi fram
fara, véfengdu fulltrúar róttækra í ráðinu kosningu til þess, og héldu
fram, að kosningasvik hefðu verið höfð í frammi, og neituðu þeir
að taka þátt í stjórnarkjöri, en mótmæltu því þó ekki, þar eð það
þótti nauðsynlegt, svo að hefja mætti undirbúning hátíðahaldanna
1. desember.
Við stjómarkjör komu fram tveir listar, annar borinn fram af
Vöku, hinn af frjálslyndum og Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra
sósíalista. Kjömir voru: Tómas Tómasson, form., Jón P. Emils,
ritari, og Víkingur H. Arnórsson, gjaldkeri.
Á sama fundi var nefnd skipuð til að rannsaka staðhæfingar full-
trúa róttækra. í nefndinni áttu sæti einn fulltrúi frá hverju félagi,
sem sæti eiga í ráðinu.
Nefndin skilaði í aðalatriðum samhlj. ályktun, 18. nóv., þ. e. þess
efnis, að ekkert væri við kosninguna að athuga. Fulltrúi róttækra