Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 19
17
ingi, Hélga Sigurðssyni hitaveitustjóra og cand. act. Guðmundi
Guðmundssyni falið að gegna prófdómendastörfum þeirra í
verkfræðisdeild.
Námsleyfi. Háskólaráð veitti leyfi til skrásetningar þessum
stúdentum, er allir höfðu lokið stúdentsprófi erlendis: Guðrúnu
Þ. Skúlason, Ruth L. Jörgensen, Arvid Knutsen, Olav Th.
Knutsen, Kristian Gilje, Marjorie Findley, Alan E. Boucher,
Louise Haddorp, Snót Leifs og Franz E. Siemsen.
Sjóðir. Gjafasjóður Jóns og Þóru Magnússon. Frú Þóra
Magnússon, ekkja Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráð-
herra, er lézt 18. sept. 1947, stofnaði með dánargjöf sjóð við
háskólann, er nefnist Gjafasjóður Jóns og Þóru Magnússon.
Stofnfé sjóðsins er 5000 kr., og skal vöxtunum varið til styrktar
nemendum í lögfræði samkv. skipulagsskrá, er síðar verður
sett. Sbr. bls. 123.
Gjafasjóður Þorkels Þorlákssonar. Þorkell Þorláksson, fyrrv.
stjórnarráðsritari, er lézt 24. nóv. 1946, stofnaði með dánar-
gjöf sjóð við háskólann með ofangreindu nafni, og er tilgangur
sjóðsins að styrkja stúdent eða kandídat, er leggur stund á
fagurfræði. Stofnfé sjóðsins er 2000 kr., og var það afhent
háskólanum 30. des. 1947 ásamt vöxtum, kr. 42.66. Sbr. bls. 123.
Minningarsjóður Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Stofn-
andi sjóðsins, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali, afhenti
á þessu skólaári tvær gjafir í sjóðinn, samtals 4000 kr.
Cölumbiasjóður. Stofnandi sjóðsins, Steingrímur Arason kenn-
ari, bauðst með bréfi 14. júní 1948 til þess að gefa sjóðnum
nýja fólksflutningabifreið og enn fremur handrit að Ijóðabók
eftir sjálfan sig, er gefin yrði út á forlag sjóðsins. Hvor-
tveggja gjöfin var afhent síðar á árinu.
Legat Guðmundar Magnússonar og Katrínar Skúladóttur.
Samþykkt var að fela herra Sigurði Skúlasyni í Stykkishólmi
umboð jarðeigna sjóðsins eftir lát Magnúsar hreppstjóra Frið-
rikssonar frá Staðarfelli, er áður var umboðsmaður.
Minningai'sjóður Jóns Ólafssonar alþingismanns. Benedikt
3