Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 63
61
til sýningar, og kastaði honum í rúðuna, áður en nokkur fékk að
gert.
Rúðuna vildi Guðmundur ekki bæta, og varð því Sigurður að setja
nýja rúðu, er kostaði 1000 kr.
Þá hafði það og borið við, að litlu eftir að mati húsaleigunefndar
var lokið, kom Guðmundur inn í búðina. Segir Sigurður þá, óþarf-
lega hátt og snjallt, þannig að heyrðist um alla búðina, er var
full af fólki: „Nú þarf ég að vera á verði, því að þarna er okrar-
inn kominn.“ Orðum þessum beindi hann til manns, sem hann var
að tala við. Guðmundur brást reiður við, og hreytti úr sér: „Þjófar
þurfa alltaf að vera varir um sig.“ En það var tilefni ummæla
Guðmundar, að nokkru áður hafði það komið í ljós, að Sigurður
hafði komið fyrir pípu í kjallara hússins, er þeir höfðu báðir að-
gang að, þannig að afrennslisvatn frá hitaveitukerfi Guðmundar
var leitt inn í geymslu Sigurðar og hún hituð þannig upp. Enga
heimild hafði Sigurður fengið til þessa, og Guðmundur kært Sig-
urð til refsingar, þegar hann varð þess vísari.
Þann 10. október 1947 féllu í gjalddaga fyrstu afborganir af báð-
um veðréttarlánum Guðmundar, og stóð hann ekki í skilum. Fór
þá fram fjárnám samkvæmt beiðni bankans, og síðan var auglýst
uppboð á löglegan hátt, er halda skyldi 10. janúar 1948. Þegar til
uppboðsins kom, námu kröfur bankans, ásamt vöxtum og kostnaði,
kr. 225.000,00, en ekki fékkst hærra boð en 200.000.00. Mótmælti
bankinn því þá, að sala færi fram samkvæmt þessu boði, en krafðist
þess, að eignin væri boðin upp á ný, þannig að kaupandinn fengi
rétt til matsleigu frá uppboðsdegi eða til vara frá 1. maí 1948 af
verzlunarhúsnæði Sigurðar. Þessu mótmælti Sigurður og krafðist
þess, að salan færi fram, þannig að kaupandinn væri bundinn af
fyrirframgreiðslunni. Lögðu þeir ágreininginn undir úrskurð upp-
boðsréttarins.
Ennfremur krafðist bankinn, að búnaður búðarinnar yrði seldur
ásamt húsinu, þar sem hann væri orðinn hluti þess og því fallinn
undir veðið. Þessu mótmæltu bæði Sigurður og verksmiðjan Smiður
og kröfðust úrskurðar. Búnaður þessi var skápar, borð og hillur,
lauslega neglt og skrúfað í gólf og veggi.
Þeir Guðmundur og Sigurður vildu ná rétti sínum hvor á öðrum.
Hverjar leiðir er þeim rétt að fara til þess, og hver verða rök-
studd úrslit um ágreining þeirra og sakargiftir, svo og um ágreining
N-banka, Sigurðar og verksmiðjunnar Smiðs?
Skriflega prófið fór fram dagana 3., 5., 8. og 10. maí. Munn-
lega prófinu var lokið 1. júní 1948.