Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 89

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Blaðsíða 89
87 fræðingafélagið skipuðu í sameiningu til þess að gera upp- kast að reglugerð fyrir deildina, er hún var stofnuð að lögum. Enn fremur átti hann sæti í dómnefnd um umsóknir um pró- fessorsembættin við stofnun deildarinnar. Sem kennari var Steinþór sanngjarn og vel látinn, og hann hafði sérstakt yndi af að fræða aðra. Þess gætti ekki aðeins í kennslustundum, heldur yfirleitt þar sem Steinþór var með öðrum. Hann hafði gott minni og skýra framsetningu og liðuga. En þó gat hraðinn, sem einatt einkenndi hann, valdið nem- endum erfiðleikum, þegar um erfitt efni var að ræða. Hér hefur einkum verið drepið á það starf Steinþórs Sig- urðssonar, er vissi beint að háskólanum, en rúmið leyfir ekki, að rakin séu til neinnar hlítar önnur störf hans á þessum árum, en þau lutu einkum að framkvæmdastjórn fyrir Rannsóknar- ráð og Atvinnudeild. Þar skipaði hann mikilvæga stöðu, sem veitti honum aðstöðu til að hafa mikil áhrif á þróun og gang hag- nýtra vísinda í landinu. Þáttur hans, sem og Rannsóknarráðs í þeim málum, hlýtur einhverntíma að verða skráður, en hér er ekki hægt að gera honum nein skil. Það er vafcdaust, að Steinþór vann kappsamlega að þeim málum, er fyrir honum lágu. Þekking hans á landinu, dugnaður í könnunarferðum, áhugi á vélrænni menningu svo og menntun hans í raunvísind- um, allt voru það eiginleikar, sem komu að haldi í þessu starfi. Vitanlega komu þó einnig í ljós hjá honum veikar hliðar. Hann var auðugur að hugmyndum, oft snjöllum, en hafði ekki að sama skapi mikinn áhuga á að sannprófa skoðanir sínar með gagnrýnandi rannsóknum. Hann var manna hjálpfúsastur, ef til hans var leitað, og jafnan reiðubúinn að ræða hvaða mál sem var, en að öðrum þræði virtist hann oft skorta þolin- mæði til að hlusta á eða kynna sér sjónarmið annarra. Af þess- um sökum reyndist samband hans við aðra menn, er störf- uðu á sviði raunvísinda, ekki eins náið og æskilegt hefði verið, og áhrif hans minni en ella hefði mátt verða. Ég hugsa mér Steinþór Sigurðsson gjarnan sem mikinn land- könnuð. Ef ísland hefði verið óþekkt heimsálfa, hefði hann geyst um hana þvera og endilanga og mælt, kortlagt og kannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.