Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 15
13
hans meðal hinna miklu sona þjóðar sinnar. Því heldur Háskóli
Islands þessa hátíð í dag til minningar um líflát þeirra fyrir
fjórum öldum.
Þá söng dómkirkjukórinn 1. og 2. erindi úr Davíðsdikti Jóns
Arasonar með lagi því, sem Færeyingar hafa við Ljómur. Dr.
PáU Isólfsson stýrði söngnum og hafði raddsett lagið.
Þá flutti próf. dr. Þorkell Jóhannesson erindi um Jón biskup,
og er það prentað í Skími 1950, bls. 152—174.
Að því loknu söng kórinn 1. og 4. erindi úr Píslargráti Jóns
biskups með Liljulagi, en dr. Páll Isólfsson hafði raddsett lagið.
Þá las Lárus Pálsson leikari kvæði Ólafs Tómassonar um
Jón Arason og sonu hans, og að lokum söng kórinn þjóðsöng-
inn.
3. Fjörutíu ára afmæli háskólans.
Fertugsafmælis háskólans var minnzt 17. júní 1951 með at-
höfn í hátíðasalnum. Vararektor próf. dr. Einar Ól. Sveinsson
stýrði athöfninni í fjarveru rektors. Hann mælti á þessa leið:
Á því mun þykja vel fara, að ég segi þegar í stað frá til-
efni þessarar samkomu og efni þess, sem hér fer fram.
Háskóli Islands er í dag 40 ára gamall. Miðað við aldur alls
þorra háskóla í veröldu er það skammur tími, heilum áratug
vant á hálfa öld. Ekki er þvi ástæða til íburðarmikilla eða
yfirlætislegra hátíðahalda, en ekki þótti okkur þó rétt að láta
þennan dag með öllu hjá líða án þess að minnast þess, að
háskólinn er að leggja út á nýjan tug. Eins og öllum þeim,
sem hér eru staddir, er kunnugt, er rektor háskólans nú er-
lendis, svo að það hefur fallið í minn hlut að sjá um þessa
samkomu.
Inn í fertugsafmæli háskólans fléttast nú annað afmæli.
Fyrsti rektor háskólans var Bjöm Magnússon Ólsen. Hann átti
á síðastliðnu sumri hundrað ára afmæli. Þá var sumarleyfi í