Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 25
23
en sú breyting var aftur felld úr gildi með reglugerðarbreyt-
ingu 10. sept. 1951. Breytingin frá 10. sept. er prentuð á
bls. 111—112.
Embætti og kennsla,
Samkvæmt lögum nr. 24 1930 skipaði forseti Islands 25. sept.
1950 dósent Jón Sigtryggsson prófessor í læknadeild frá 1.
ágúst að telja.
Samkvæmt sömu lögum, sbr. lög nr. 116, 28. des. 1950, skip-
aði forseti Islands 28. des. dósentana dr. Jón Jóhannesson og
dr. Steingrím J. Þorsteinsson prófessora í heimspekisdeild frá
1- jan. 1951.
Hinn 15. nóv. 1950 veitti forseti Islands Guðmundi Thor-
oddsen prófessor lausn frá embætti, samkvæmt ósk sjálfs hans,
frá 1. sept. 1951 að telja. 1 nefnd til þess að dæma um hæfi
umsækjanda um embættið voru próf. Guðmundur Thoroddsen,
formaður nefndarinnar, kjörinn af læknadeild, yfirlæknamir
dr. Hálldór Hansen og Pétur H. J. Jakobsson af hálfu háskóla-
ráðs og yfirlæknarnir Bjarni Snæbjömsson og Kristinn Björns-
son, tilnefndir af menntamálaráðuneytinu. Hinn 7. maí 1951
var dr. med. Snorri HaUgrimsson skipaður í embættið frá
1. sept. 1951.
Prófessor dr. phil. Bjöm Guðfinnsson andaðist 27. nóv. 1951.
1 nefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda um embætti
hans voru próf. dr. Einar ól. Sveinsson, formaður nefndar-
innar, af hálfu heimspekisdeildar, prófessoramir dr. Alexander
Jóhannesson og dr. Sigurður Nordal, tilnefndir af háskólaráði,
og prófessor dr. Stefán Einarsson og mag. art. JaTcob Jóh.
Smári, tilnefndir af menntamálaráðuneytinu. Hinn 1. septem-
ber 1951 var mag. art. HaJldór HaTldórsson skipaður dósent í
íslenzku nútíðarmáli og hagnýtri íslenzkukennslu.
Rektorskjör fór fram 15. maí 1951, og var próf. dr. Alex-
ander Jóhannesson endurkosinn rektor fyrir tímabilið 15. sept.
1951 til 15. sept. 1954.