Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 78
76
II. Fyrri hluti embættisprófs í lögfræði.
1 lok fyrra misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði, en 19 í lok síðara misseris.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar voru þessi:
I. 1 sifja- og erfðarétti:
1. Lýsið reglunum um afturköllun á löggerningum, er lúta
erfðarétti.
2. Hjónin Jóna Jónsdóttir og Þórður Þórðarson lentu í bif-
reiðarslysi 20. okt. s.l. kl. 10 f. h. Þórður andaðist þegar í
stað. Jóna lemstraðist stórlega. Andaðist hún í landspítal-
anum kl. 16 samdægurs. Læknar, er stunduðu hana, voru
samdóma um, að hún hefði misst meðvitund þegar við slys-
ið, og komst hún ekki til meðvitundar síðar.
Hjónin Jóna og Þórður, sem gengu í hjúskap 1940, gerðu
erfðaskrá í okt. 1946. Höfuðefni hennar var á þessa lund:
„Það okkar, sem lengur lifir, skal taka við öllum eignum
búsins og hefur fullan ráðstöfunarrétt á eignunum inter
vivos og mortis causa. Eftir lát okkar beggja skal þó stofna
sjóð og leggja honum a.m. k. 20 000 kr. í því skyni að stuðla
að skógrækt í H-hreppi í A-sýslu, fæðingarsveit okkar beggja,
samkvæmt nánari ákvæðum í skipulagsskrá, er stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands setur.“
Eigur hjónanna námu 100 000 krónum við andlát þeirra,
er skuldir voru frátaldar, og var f járeign þeirra svipuð 1946.
Kaupmáli lá ekki fyrir. Við arfskiptin töldu þessir aðilar til
arfs eða gjafa úr búinu:
a. Hans Hansson, f. 1936. Hans var sonur Jónu, óskil-
getinn. Hann var fæddur í Danmörku. Var honum komið
í fóstur, nýfæddum, til móðurfrænda sinna þar í landi, og
hafði hann dvalizt þar óslitið síðan. Þórði Þórðarsyni mun
hafa verið ókunnugt um, aö Jóna ætti barn þetta.
b. Foreldrar Jónu, Jón Jónsson og Þrúður Þorsteins-
dóttir.
c. Móðir Þórðar, Kristín, var látin. Faðir hans, Þórður
Þórisson, er lífs, og gerir hann kröfu til arfs og einnig
einkabróðir Þórðar Þórðarsonar, Þorsteinn.
d. Hreppsnefnd H-hrepps, f. h. hreppsins.
Hver aðili um sig vill ná ítrasta rétti sínum. Lýsið kröf-
um aðila, rökstyðjið þær stuttlega og leggið rökstuddan
úrskurð á, hvemig skipta eigi. Getið þess að lokum, hvort
allir aðilamir hafi réttarstöðu erfingja við arfskiptin.