Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 117
115
4. gr.
Háskólaráð lætur árlega gera reikninga sjóðsins, og skulu þeir
birtir í árbók háskólans. Reikningamir skulu endurskoðaðir með
sama hætti sem reikningar annarra háskólasjóða.
5. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
Yfirlit yfir störf stúdentaráðs 1950—51.
Skýrsla formanns, Árna Björnssonar.
Skipan ráðsins. Kosningar til stúdentaráðsins fóru fram laugar-
daginn 28. okt. 1950. Á kjörskrá voru 614 stúdentar, en atkvæði
greiddu 517. Auðir seðlar voru 5, en ógildur einn. Fram komu fimm
listar, og skiptust atkvæði á þá sem hér segir:
A-listi, listi félags lýðræðissinnaðra sósíalista, hlaut 59 atkvæði
og kjörinn Magnús E. Guðjónsson stud. jur. B-listi, listi félags frjáls-
lyndra stúdenta, hlaut 60 atkv. og kjörinn Ásmund Pálsson stud. jur.
C-listi, listi félags róttækra stúdenta, hlaut 106 atkv. og kjöma Ólaf
Halldórsson stud. mag. og Hreggvið Stefánsson stud. mag. D-listi,
listi „Vöku“, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 230 atkv. og
kjöma Árna Björnsson stud. jur., Guðjón Lárusson stud. med., Krist-
ján Flygenring stud. polyt. og Sigurbjörn Pétursson stud. odont.
E-listi, listi verkfræðinema, hlaut 56 atkv. og kjörinn ísleif Jónsson
stud. polyt.
Á fyrsta fundi ráðsins fór fram stjómarkjör. Komu fram tveir
listar, A-listi, sem hlaut 4 atkv., og B-listi, sem hlaut 2 atkv. í stjóm
ráðsins vom því kosnir og skiptu þannig með sér verkum:
Ámi Bjömsson, formaður, Guðjón Lámsson, féhirðir, Hreggviður
Stefánsson, ritari.
Með bréfi, dags. 25. jan. 1951, óskaði Kristján Flygenring eftir því,
að hann yrði leystur frá störfum í ráðinu, sakir þess, að hann átti
próflestur fyrir höndum. Tók Höskuldur Ólafsson stud. jur., fyrsti
varafulltrúi „Vöku“, við sæti hans í ráðinu sem aðalfulltrúi.
Af öðrum, sem setið hafa fundi í ráðinu í forföllum, ber að nefna:
Áma Pálsson stud. theol., frá félagi róttækra, Sveinbjöm Dagfinns-
son stud. jur., frá félagi frjálslyndra, og Baldvin Tryggvason stud.
jur., frá „Vöku“.
Fundir ráðsins o. fl. a) Fundir í ráðinu vom alls haldnir 29, að
jafnaði einu sinni í viku hverri, og aukafundir ef þörf þótti. Frá
16