Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 89
87
varð afbragðskennari, strangur og eftirgangssamur, og ger-
breytti hann íslenzkukennslunni við þá skóla, er hann kenndi.
Má segja, að með komu hans að Menntaskólanum hafi straum-
hvörf orðið um íslenzkukennsluna, og hafa kennarar þeir, er
fetað hafa í fótspor hans, hagað kennslu sinni á líkan hátt og
hann gerði. Hann hafði þann metnað, að kenna skyldi móður-
málið eins vel og unnt væri, móðurmálskennslan væri undir-
staða allrar sannrar menntunar Islendinga, og hefur hann því
unnið ísl. menning ómetanlegt gagn með kennslustarfi sínu.
Það varð því mikil eftirsjón að honum, er hann hvarf frá
Menntaskólanum. Hugur hans hneigðist að vísindastörfum, og
varð hann lektor við heimspekisdeild Háskóla Islands 1941,
síðan dósent 1947 og prófessor í íslenzku nútíðarmáli og hag-
nýtri íslenzkukennslu árið 1948. Hann samdi á þessum árum
kennslubækur: íslenzka I 1935, Islenzk málfræði handa skólum
og útvarpi 1937, og Islenzk setningafræði handa skólum og út-
varpi 1938. Hann starfaði að mállýzkurannsóknum um nálega
allt land sumurin 1941—44, en fékkst einnig nokkuð við þessar
rannsóknir á vetrum. Hann hlaut 5. maí 1944 doktorsnafnbót
í heimspeki við Háskóla Islands fyrir ritið MáTlýzkur I. Er þetta
tvímælalaust bezta verk hans, enda grundvallarrit á sínu sviði.
Hann hljóðkannaði nálega 10.000 manns á þessum ferðum sín-
um, eða um tólfta hvern mann í landinu. Munu slíks fá dæmi,
þótt leitað sé um víða veröld. Niðurstöður rannsókna hans
voru því reistar á traustum grundvelli. Hann skipti landinu í
6 mállýzkusvæði og sýndi fram á, að linun harðra lokhljóða
(p, t, k) sé sífellt að breiðast út. Þessar rannsóknir hans hafa
varpað nýju ljósi á margt í framburði íslenzkrar tungu og
sannað, að nútímaframburður málsins er miklu líkari fram-
burðinum í fomöld en ýmsir erlendir vísindamenn hafa haldið.
Hann vildi, að sú þekking, er fengist með slíkum rannsóknum,
kæmi að hagnýtu gagni fyrir þjóðina, til fegrunar málsins, og
gef því út 1947 annað rit, Breytingar á framburði og stafsetn-
ingu, og kannaði þar öll einkenni harðmælis og linmælis, rétt-
mælis og flámælis og önnur atriði, er máli skipta um fram-
burð. Er hann hafði komizt að niðurstöðu um útbreiðslu ein-