Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 91
89
IX. DOKTORSPRÓF.
Á fundi 2. apríl 1951 samþykkti læknadeild að taka gilda
til vamar fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði ritgerð Siguröar
berklayfirlæknis Sigurðssomr: Tuberculosis in Iceland. Vörnin
fór fram laugardaginn 21. apríl. Andmælendur af hálfu lækna-
deildar voru prófessoramir Níels Dungal og dr. Julius Sigur-
jónsson. Úr hópi áheyrenda tóku til máls próf. emer. Jón Hj.
Sigurðsson og Helgi Ingvarsson yfirlæknir.
X. SÖFN HÁSKÓLANS.
Háskólabókasafn.
Þetta ár var meðal hinna merkustu í sögu safnsins, auk þess
sem það átti 10 ára afmæli á haustnóttum 1950. Húsnæði það,
sem var því frá upphafi ætlað, var nú fullgert að skápum og
fastaborðum í þeirri mynd, sem vel má una um skeið, lokið
að gera eldtraust herbergi í kjallara, klukka sett á lestrarsals-
vegg, gólf öll korklögð á aðalhæð, inn frá lestrarsal. Meiri regla
en fyrr var á því að halda safni opnu kl. 10—12 um kennslu-
mánuðina auk þess, sem í kennsluskrá segir, að bókasafnið
er öllum fullvöxnum mönnum opið kl. 1—7 e. h. (nema skem-
ur, meðan sumarleyfi skólans stendur). Til framfara safnsins
má einnig telja, að ritauki þess og fjölgun útlána á erlendum
bókum voru með mesta móti. Til bókbands var allmiklu fé varið.
Af einstökum viðburðum var sá mestur, að frú Hildur Blön-
dal gaf háskólanum allar erlendar bækur sínar og manns síns
látins. Voru þær hátt á 6. þúsund binda um hin fjölbreyttustu
efni, auk sérprenta, og sumt fágætt og afar dýrmætt, t. d. rit-
safn Býzanz og Væringja. Þetta er ein þeirra stórgjafa, sem
jafnan verður getið í myndunarsögu safnsins.
Bókaskipti við erlenda háskóla og fleiri stofnanir og bóka-
gjafir, sem Háskólabókasafn hlaut í því sambandi, voru eigi
12