Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 22
20
!
verið hægur, stundum nokkru örari, en það hefur aldrei verið
neinn ofsavöxtur. Ef ég ætti að telja honum eitthvað til gild-
is, þá yrði það þetta: hann á sér hlutverk í þjóðfélagi sínu,
brýnt hlutverk, hans er þörf.
Alkunn er skilgreining Bjarnar M. Ólsens á hinu tvíþætta
starfi háskóla: að vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vís-
indaleg fræðslustofnun. Hið síðara liggur í augum uppi, nútíð-
arþjóðfélag þarf á mörgum mönnum að halda, sem hafa há-
skólamenntun í ýmsum greinum. En hið fyrra er jafnsatt.
Margs þarf búið við. Sjálfstætt ríki þarf líka við bókvits, sem
ekki verður látið í askana, og getur stundum verið dæmt alveg
eins mikið eftir því eins og hinni hagnýtu fræðslu.
Á samri stundu sem Háskóli Islands var stofnaður, bættist
kennsla í íslenzkri tungu, bókmenntum og sögu við námsefni
sérskólanna gömlu. Áður voru hér fræðaiðkanir, og sumt af
því var með þeim hætti, að hver háskóli hefði verið full-
sæmdur af. Upphaf háskólakennslu í íslenzkum fræðum er
táknrænt: svo var þá þjóðinni vaxinn fiskur um hrygg, að
hún setti upp kennarastóla, svo að menning hennar sjálfrar
væri tekin til rannsóknar, á það stig sjálfsvitundar var hún
komin, að hún vildi halda þennan dóm yfir verkum sínum.
Hér skyldi íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni eiga sér vé.
Stundum má heyra talað um þjóðerni sem í því sé þoka og
hálfrökkur og rómantík. En engir þokumenn voru þeir, sem
bezt glæddu þjóðerniskennd Islendinga á siðustu öld, Jónas
Hallgrímsson og Konráð Gíslason og Jón Sigurðsson. Hvar
getur skírari, heiðríkari anda?
Islendingar eiga klassiskar bókmenntir, sem margar aðrar
þjóðir eru þátttakar í sökum menningarerfða eða fyrir Wahl-
verwandtschaft, ef ég má nota það orð Goethes um þetta efni.
1 þessum fræðum væri sízt nóg, að háskólinn væri aðeins
kennslustofnun. Þegar útlendir menn koma hingað til háskól-
ans, mundu þeir einkum spyrja um sjálfstæðar vísindalegar
rannsóknir í íslenzkum fræðum. Skilning á mikilvægi íslenzkra
fræða, bæði rannsókna og kennslu, hefur og ríkisstjóm og
alþingi sýnt aftur og aftur, og skal ég sem dæmi nefna fjölg-
■