Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 22

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 22
20 ! verið hægur, stundum nokkru örari, en það hefur aldrei verið neinn ofsavöxtur. Ef ég ætti að telja honum eitthvað til gild- is, þá yrði það þetta: hann á sér hlutverk í þjóðfélagi sínu, brýnt hlutverk, hans er þörf. Alkunn er skilgreining Bjarnar M. Ólsens á hinu tvíþætta starfi háskóla: að vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vís- indaleg fræðslustofnun. Hið síðara liggur í augum uppi, nútíð- arþjóðfélag þarf á mörgum mönnum að halda, sem hafa há- skólamenntun í ýmsum greinum. En hið fyrra er jafnsatt. Margs þarf búið við. Sjálfstætt ríki þarf líka við bókvits, sem ekki verður látið í askana, og getur stundum verið dæmt alveg eins mikið eftir því eins og hinni hagnýtu fræðslu. Á samri stundu sem Háskóli Islands var stofnaður, bættist kennsla í íslenzkri tungu, bókmenntum og sögu við námsefni sérskólanna gömlu. Áður voru hér fræðaiðkanir, og sumt af því var með þeim hætti, að hver háskóli hefði verið full- sæmdur af. Upphaf háskólakennslu í íslenzkum fræðum er táknrænt: svo var þá þjóðinni vaxinn fiskur um hrygg, að hún setti upp kennarastóla, svo að menning hennar sjálfrar væri tekin til rannsóknar, á það stig sjálfsvitundar var hún komin, að hún vildi halda þennan dóm yfir verkum sínum. Hér skyldi íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni eiga sér vé. Stundum má heyra talað um þjóðerni sem í því sé þoka og hálfrökkur og rómantík. En engir þokumenn voru þeir, sem bezt glæddu þjóðerniskennd Islendinga á siðustu öld, Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason og Jón Sigurðsson. Hvar getur skírari, heiðríkari anda? Islendingar eiga klassiskar bókmenntir, sem margar aðrar þjóðir eru þátttakar í sökum menningarerfða eða fyrir Wahl- verwandtschaft, ef ég má nota það orð Goethes um þetta efni. 1 þessum fræðum væri sízt nóg, að háskólinn væri aðeins kennslustofnun. Þegar útlendir menn koma hingað til háskól- ans, mundu þeir einkum spyrja um sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir í íslenzkum fræðum. Skilning á mikilvægi íslenzkra fræða, bæði rannsókna og kennslu, hefur og ríkisstjóm og alþingi sýnt aftur og aftur, og skal ég sem dæmi nefna fjölg- ■
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.