Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 70
68
Prófdómendur voru dr. med. HaTldór Hansen yfirlæknir, Sig-
uröur Sigurðsson yfirlæknir og dr. med. Snorri HaUgrímsson.
V. Próf í tannlœkningum.
1 lok fyrra misseris luku 3 stúdentar prófi í tannlækningum
og 5 stúdentar í námsgreinum fyrsta hluta.
1 lok síðara misseris luku 3 stúdentar prófi í námsgreinum
annars hluta og einn í námsgreinum fyrsta hluta.
Prófdómendur voru tannlæknamir Björn Brynjólfsson, Hall-
ur L. HaTlsson og TheócLór Brynjólfsson.
Laga- og hagfræðisdeildin.
I. Síðari Kluti embcettisprófs í lögfræði.
1 lok fyrra misseris luku 2 kandídatar embættisprófi í lög-
fræði.
Skriflega prófið fór fram 20., 22., 24. og 26. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. 1 ferö/íí- og hlutarétti: Að hve miklu leyti nær samnings-
veðréttur til verðmæta, er í stað veðsettrar eignar koma,
er hún ferst eða rýmar?
n. 1 refsirétti:
1. Hvaða misferli með skjöl á undir 155. gr. almennra hegn-
ingarlaga?
2. Ari Arason og Jónína Jónsdóttir tóku að búa saman, ógift,
á ofanverðu ári 1946, og fer þeim samvistum enn fram. í ágúst s.l.
veitti Ari því athygli, að saumavél var komin á heimili þeirra.
Innti hann Jónínu eftir, hverju það sætti, og kvað hún systur sína,
nafngreinda, hafa léð sér vélina nokkra daga. Tveim dögum eftir
þessa viðræðu brast Ara fé. Neytti hann færis, þá er Jónína var að
heiman, til að taka vélina. Seldi hann vélina fomsala nokkrum fyr-
ir 200 krónur, en sannvirði vélarinnar var um 900 kr. Varði Ari
fé þessu til eigin þarfa. Hann skýrði Jónínu svo frá, að hann hefði
komið vélinni í viðgerð.
30. des. s.l. handtóku tveir lögreglumenn Ara Arason. Var hann
ofurölvi í Austurstræti hér í bæ og fór þar með háreysti. Bifreiðin