Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 90
88
stakra framburðaratriða í ýmsum hlutum landsins, setti hann
fram tillögur um samræming framburðar, og er þetta mál nú
í athugun. Fyrir honum vakti, að í Ríkisútvarpinu og Þjóðleik-
húsinu skyldi íslenzk tunga hljóma fegurst, en hinn samræmdi
framburður breiðast þaðan út til allra skóla landsins. Dr. Bjöm
féll frá starfi á bezta skeiði. Ef honum hefði enzt aldur, hefði
mátt vænta af honum merkilegra rannsókna í þágu íslenzkra
fræða. Hann unni visindagrein sinni, lagði hart að sér, meðan
hann gat, og hafði ýmsar fyrirætlanir á prjónunum, eins og
sjá má af því, að hann nefndi höfuðrit sitt Mállýzkur I. Hann
samdi einnig nokkrar ritgerðir, er birzt hafa í tímaritum og
blöðum, hér og erlendis. Síðasta ritgerð hans var um fram-
burðinn hv—kv í íslenzku, er birtist í afmælisriti til próf. Kemp
Malone í Baltimore-háskólanum (Johns Hopkins University) á
síðastliðnu ári. Embætti hans í háskólanum var nýtt, og varð
hann því að þreifa sig áfram frá ári til árs, hversu kennslunni
yrði bezt fyrir komið. Hann byrjaði á hljóðfræði, en bætti síð-
an við setningafræði og hefði enn aukið við nýjum greinum,
eins og bragfræði, ef aldur hefði enzt. Með sívaxandi fjölgun
stúdenta í deildinni varð nauðsynlegt að skapa embætti þetta,
og verður að halda því við, þótt ágætur maður hafi fallið í
valinn.
Dr. Björn var tvikvæntur. Var fyrri kona hans Halldóra
Andrésdóttir hjúkrunarkona, og átti hann með henni tvær
dætur. Síðari kona hans var Sigríður Pétursdóttir hjúkrunar-
kona, er nú harmai’ mann sinn látinn.
Háskólanum er mikil eftirsjá að hinum látna kennara, en
ekki síður allri þjóðinni, þvi að hann vann að rannsóknum
móðurmálsins, sem er dýrmætara en allt annað, er íslending-
ar eiga.
A. J.