Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 16
14
þessari stofnun og menn dreifðir víðs vegar, eins og títt er
um það leyti. Fyrir því þótti einkar vel hæfa að minnast aldar-
afmælis hans um leið og minnzt væri fertugsafmælis háskól-
ans. Þess vegna mun Sigurður Nordal prófessor hér á eftir
flytja ræðu um Björn M. Ólsen og vísindamennsku hans, en
að lokinni þessari samkomu verður lagður blómsveigur á leiði
hans.
Þegar Háskóli íslands var stofnaður, leitaði rektor hans í
ræðu sinni honum orðheilla í máltækjunum: „Flest frumsmíð
stendr til bóta“ og „Mjór er mikils vísir“. Það er stórt orð
háskóli, og miðað við hina miklu háskóla annarra landa þá
bæði var og er Háskóli Islands mjór vísir. En hann var þó ekki
skraut eitt eða munaður, heldur ríkti í stofnun hans fullkomin
rökvísi og hann átti sér hlutverk. Á undan honum höfðu farið
sérskólar í ýmsum fræðum. Guðfræðikennsla hafði átt sér
heima í stólskólunum og Bessastaðaskóla, unz Prestaskólinn
var stofnaður 1847. Fyrsti vísir að læknaskóla hófst 1862, en
1876 var Læknaskólinn stofnaðm’. Næst kom Lagaskólinn,
settur á stofn með lögum 1904, en tók til starfa 1908. Sam-
hliða þessu vaknaði hugmyndin um háskóla. Árið 1845 bar
Jón Sigurðsson fram uppástungu um þjóðskóla, „er veitt geti
svo mikla menntun sérhverri stétt, sem nægir þörfum þjóð-
arinnar“. Segja má, að ailir æðri skólar á Islandi kvíslist með
nokkru móti af þeirri hugmynd Jóns. Árið 1881 bar Benedikt
Sveinsson fram frumvarp um háskóla, og síðan má segja, að
sú hugmynd hafi aldrei dáið, þó að það yrði ekki fyrr en 1909,
að háskólalögin væru samþykkt og fengju staðfestingu konungs.
Alþingi 1911 veitti svo fé til hans, og var hann svo stofnaður
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911.
Við stofnun hans voru sérskólamir þrir gerðir að þremur
deildum í háskólanum, guðfræðideild, læknadeild og lagadeild
og fjórðu deildinni bætt við, og hlaut hún nafnið heimspeki-
deild, og voru þar kennslustólar í heimspeki, íslenzku máli og
bókmenntum og sögu Islands. Skipulag Háskóla Islands var
sniðið eftir skipulagi háskóla á Norðurlöndum. Hinir fyrstu