Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 16
14 þessari stofnun og menn dreifðir víðs vegar, eins og títt er um það leyti. Fyrir því þótti einkar vel hæfa að minnast aldar- afmælis hans um leið og minnzt væri fertugsafmælis háskól- ans. Þess vegna mun Sigurður Nordal prófessor hér á eftir flytja ræðu um Björn M. Ólsen og vísindamennsku hans, en að lokinni þessari samkomu verður lagður blómsveigur á leiði hans. Þegar Háskóli íslands var stofnaður, leitaði rektor hans í ræðu sinni honum orðheilla í máltækjunum: „Flest frumsmíð stendr til bóta“ og „Mjór er mikils vísir“. Það er stórt orð háskóli, og miðað við hina miklu háskóla annarra landa þá bæði var og er Háskóli Islands mjór vísir. En hann var þó ekki skraut eitt eða munaður, heldur ríkti í stofnun hans fullkomin rökvísi og hann átti sér hlutverk. Á undan honum höfðu farið sérskólar í ýmsum fræðum. Guðfræðikennsla hafði átt sér heima í stólskólunum og Bessastaðaskóla, unz Prestaskólinn var stofnaður 1847. Fyrsti vísir að læknaskóla hófst 1862, en 1876 var Læknaskólinn stofnaðm’. Næst kom Lagaskólinn, settur á stofn með lögum 1904, en tók til starfa 1908. Sam- hliða þessu vaknaði hugmyndin um háskóla. Árið 1845 bar Jón Sigurðsson fram uppástungu um þjóðskóla, „er veitt geti svo mikla menntun sérhverri stétt, sem nægir þörfum þjóð- arinnar“. Segja má, að ailir æðri skólar á Islandi kvíslist með nokkru móti af þeirri hugmynd Jóns. Árið 1881 bar Benedikt Sveinsson fram frumvarp um háskóla, og síðan má segja, að sú hugmynd hafi aldrei dáið, þó að það yrði ekki fyrr en 1909, að háskólalögin væru samþykkt og fengju staðfestingu konungs. Alþingi 1911 veitti svo fé til hans, og var hann svo stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Við stofnun hans voru sérskólamir þrir gerðir að þremur deildum í háskólanum, guðfræðideild, læknadeild og lagadeild og fjórðu deildinni bætt við, og hlaut hún nafnið heimspeki- deild, og voru þar kennslustólar í heimspeki, íslenzku máli og bókmenntum og sögu Islands. Skipulag Háskóla Islands var sniðið eftir skipulagi háskóla á Norðurlöndum. Hinir fyrstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.