Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 24
22
skóla heillaósk við stofnun hans. Auk Óslóarháskóla skal ég
nefna The Johns Hopkins University í Baltimore og The Uni-
versity of North Dakota í Grand Forks, er sent hafa Háskóla
Islands heillaóskir, ennfremur sendiherra Helga Briem og pró-
fessor Richard Beck. Þessar kveðjur og heillaóskir eru okkur
allar harla kærkomnar.
Fjörutíu ár er skammur tími miðað við aldur hinna gömlu
háskóla. En þau hafa verið viðburðarík fyrir þessa þjóð og
bam hennar, Háskóla Islands. Hvað framtíðin ber í skauti sínu
er hulið augum okkar mannanna. Við vonum, að háskólinn eigi
áfram hlutverki að gegna í lífi þjóðarinnar og verði því hlut-
verki trúr. Við vonum, að hann hjálpi til að halda vörð um hið
dýrasta í eigu hennar. Við óskum, að þeir, sem hér vinna, megi
ævinlega vera minnugir Jóns Sigurðssonar og annarra hinna
beztu sona þessarar þjóðar. Við vonum, að hann haldi áfram
að vera í því bræðralagi, sem vinnur að eflingu vísindanna í
heiminum.
Vísindin varpa birtu yfir heiminn. Mannvitið hefur nokkuð
af Ijóseðli sólarinnar. Ef mannvitið er samtengt góðum vilja,
þá hefur það bæði ljós hennar og yl hennar.
Þá flutti próf. dr. Sigurður Nordál ræðu um Björn Magnús-
son Ólsen og vísindamennsku hans, og er hún prentuð í
Skírni 1951.
m. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Háskólalög og reglugerð.
Hinn 28. des. 1950 staðfesti forseti lög um breyting á lögum
nr. 66 1944 um breyting á og viðauka við lög nr. 36 1909,
um laun háskólakennara, og um breyting á lögum nr. 21 1936
um Háskóla Islands. Lögin eru prentuð á bls. 111.
Sama dag staðfesti forseti breytingu á háskólareglugerðinni,