Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 9
7
Bandaríkjamenn veita sínum kennurum. Ég geri því ráð fyr-
ir, að heimspekisdeild, er þessi kennaraefni munu teljast til,
verði smám saman stærsta deild háskólans.
Á hverju ári leitar hópur íslenzkra stúdenta til annarra
landa til framhaldsnáms í þeim greinum, er eigi eru kenndar
við háskóla vorn. Mun svo ætíð verða, unz háskóli vor hefur
fært svo út kvíarnar, að flestar háskólanámsgreinar sé hægt
að nema hér heima, en það er óhætt að segja það, að áratugir
muni líða áður en svo langt er komið. Þróun háskólans verð-
ur í framtíðinni að vera hæg, en örugg, svo að eigi komi til
þess að rífa þurfi niður það, sem byggt hefur verið. Er þá
mest um vert, að fjárhag háskólans sé komið í það horf, að
hann hafi frjálsar hendur um fjárráð sín. Háskólinn er þakk-
látur þingi og stjóm fyrir framlög og styrki til stofnunar-
innar á undanförnum árum og skilning á nauðsyn nýrra emb-
ætta og annars kostnaðar, eftir því sem skólinn hefur dafn-
að og þroskazt. En hins vegar verður stjórn háskólans ætíð
að hafa í huga, að hann er aðeins einn þáttur í hagkerfi þjóð-
arinnar og verður að lúta almennum reglum þings og stjórn-
ar um skipting þjóðarteknanna á hverjum tíma. Án þeirra
tekna, sem háiskólinn aflar sér sjálfur, með rekstri happdrætt-
is og kvikmyndahúss, hefði eigi verið unnt að reisa þær bygg-
ingar, er nú eru upp komnar, en þó mun óhætt að fullyrða,
að háskólanum er mikil þörf f jármagns auk þess, sem nú hef-
ur verið nefnt. Háskólinn á allmarga sjóði, en þeir eru flestir
litlir, og í hvert skipti sem gengisfelling verður, er skorin væn
sneið af þessum sjóðum og sparifé fslendinga. Ýmsir háskólar
bæði í Ameríku og Evrópu eru reknir fyrh* eigið fé, og berast
þeim árlega svo miklar gjafir, að þeir standa föstum fótum
og geta veitt kennurum sínum svo rífleg laun, að þeir hafa
enga þörf á að afla sér aukatekna með annarlegum störfum,
er rýra vinnuafköst þeirra við háskólann og draga úr starfs-
gleði þeirra við rannsóknarstörf. Þannig eru meðallaun há-
skólakennara við hinn fræga Harvard-háskóla 12000 dollarar
á ári, en geta komizt upp í 15000. Við þenna háskóla er sá
siður, að allir þeir, er ljúka þar embættisprófi eða ávinna sér