Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 123
121
vandamál líðandi stnndar. Ekkert af þessum boðum sá stúdentaráð
sér fært að þiggja.
Sérstaklega er ástæða til að geta tilboðs um stúdentaskipti frá
„National Union of Students", þar sem lagt var til, að 32 enskir
stúdentar kæmu með flugvél til íslands og dveldust hér um hálfs-
mánaðar tíma, en jafnmargir íslenzkir stúdentar færu með flugvél-
inni til Englands og dveldust þar jafn lengi. Var þetta rækilega
auglýst, en lysthafendur fáir, svo að ekki gat úr orðið.
Ýmis mál. 1) Skíðaskáli stúdenta, sem á undanfömum árum hef-
ur verið reynt árangurslaust að fá stúdenta til að færa sér í nyt,
var seldur á árinu fyrir 20000 kr. Stofnuðu nokkrir áhugasamir
iðnaðarmenn með sér hlutafélag, „Skafrenning h.f.“, og keyptu skál-
ann. Greiddu þeir 10000 kr. út í hönd, en fengu gjaldfrest á því,
sem eftir var, þannig, að helminginn greiddu þeir 1. okt. 1951 og
afganginn 1. apríl 1952. Eftirstöðvar nú eru því 5000 kr.
2) Atvinnuhorfur stúdenta voru nokkuð ræddar og send bréf til
borgarstjóra, Síldarverksmiðja ríkisins, vegamálastjóra, vitamála-
stjóra, Sogsvirkjunarinnar og stjómar áburðarverksmiðjunnar og
þess vinsamlegast farið á leit, að háskólastúdentum yrði veitt vinna
á sumrinu. Ekki er kunnugt um árangur, en sízt ætti málaleitunin
að hafa skaðað.
3) Framsögn. Stúdentaráð óskaði eftir því við háskólaráð, að það
styrkti fjárhagslega námskeið í framsögn fyrir stúdenta. Varð há-
skólaráð við þeim tilmælum, og hófst námskeiðið nú í haust. Kenn-
ari er dr. Sveinn Bergsveinsson.
4) Bridgekeppni fór fram á Gamla-Garði, og bar sveit Stefáns
Guðjohnsens sigur úr býtum.
5) Skáksnillingurinn franski, Rossolimo, tefldi fjölskák við 20
stúdenta. Fór fjölteflið fram á Gamla-Garði. Mátuðu nokkrir stúd-
entar meistarann og nokkrir stóðu jafnréttir að leikslokum.
6) Trommusett, sem legið hefur í óhirðu í herbergi stúdentaráðs
undanfarin ár, var selt á árinu fyrir 6500 kr., og þótti ráðsmönn-
um þeir gera þar góð viðskipti.