Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 27
25
6. Pálmi Hannesson rektor: Vísindi, tækni, trú, 22. apríl
1951.
Fyrirlestrar fyrir almenning.
Þórhallur Þorgilsson bókavörður flutti 4 fyrirlestra fyrir al-
menning um klassisk og suðræn áhrif á íslenzkar bókmenntir
frá öndverðu til siðaskipta.
Námsleyfi var veitt þessum erlendum stúdentum: Vera Maud
Hobbs, M.A., og James Young Mather, M.A., frá Bretlandi,
Carl Christian Rokkjær frá Danmörku, Carl Ivar Orgland frá
Noregi og Tomas Johansson, fil. mag., frá Svíþjóð. Þessir 5
stúdentar hlutu styrk úr ríkissjóði til námsdvalar hér. Enn
fremur Frangois Eby frá Frakklandi, Sigmund Aasen, Knut
Rösberg Andersen, Ragnar Björgul, Eyjolf Dahl, Else-Marie
Flikeid, Egil Gjessing, Lars Moe Haukéland, Björn K. Johan-
nessen, Oddmund Knarvik, Jens Lobben Onshuus, Ulf Rian,
Henrik Christian Bergh Stokstad, Eivind Sörensen og Torgils
Vágslid frá Noregi, Gerhard Eitrich og Peter Kotzélmann frá
Þýzkalandi.
Sjóðir.
Minningarsjóður Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Sam-
kvæmt ósk stofnanda sjóðsins voru gerðar breytingar á ákvæð-
um 3. gr. skipulagsskrárinnar og nafni sjóðsins breytt í Minn-
ingarsjóður Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Sjá
bls. 113. Á þessu skólaári bárust sjóðnum tvær gjafir frá stofn-
andanum, Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala, 5. okt. 1950
10000 kr. og 11. febr. 1951 2000 kr.
Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar. Skipulagsskrá fyr-
ir sjóðinn var staðfest af forseta Islands 11. júní 1951, og er
hún prentuð á bls. 114—115.
Columbíasjóður. Skipulagsskrá fyrir sjóðinn var staðfest af
forseta Islands 11. júní 1951 og er prentuð á bls. 113—114.
4