Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 116
114
2. Til nemendaskipta í sambandi við utanfarir.
3. Ef sjóðurinn eflist til muna frá því sem nú er, má veita styrk
til námsferðar í öðrum greinum en uppeldismálum.
Leggja má saman vaxtatekjur nokkurra ára og veita í einu lagi.
Sjóðnum skal fylgja bók, þar sem skráð séu nöfn styrkþega og
helztu æviatriði, ásamt greinargerð um það, hvernig styrkurinn
hafi verið notaður.
4. gr.
Háskólaráð lætur árlega gera reikninga sjóðsins, og skulu þeir
birtir í árbók háskólans. Reikningamir skulu endurskoðaðir með
sama hætti sem reikningar annarra háskólasjóða.
5- gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
Skipulagsskrá fyrir
Gjafasjóð Guðmundar Thorsteinssonar.
1. gr.
Sjóðurinn heitir „Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar" og
er dánargjöf Guðmundar Thorsteinssonar, Bjamarstíg 12, Reykja-
vík, er andaðist 6. júlí 1949, samkvæmt arfleiðsluskrá, dags. 24. okt.
1927, með breytingu, dags. 23. apríl 1932. Stofnfé sjóðsins, er var
afhent háskólanum 30. des. 1949 og 3. jan. 1950, nam kr. 154789.14.
2. gr.
Sjóðurinn er eign Háskóla íslands, og skal háskólaráð hafa stjóm
hans með höndum. Það skal sjá um geymslu sjóðsins og ávöxtun,
og skal höfuðstóll sjóðsins ávaxtaður í veðdeildarbréfum lands-
bankans, ríkisskuldabréfum eða með öðmm jafntryggilegum hætti.
3. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða, og skal hvert ár leggja við
hann helming vaxta. Hinum helmingnum skal verja sem hér segir:
1. að styrkja efnilega, fátæka stúdenta, sem stunda læknisfræði-,
lögfræði- eða verkfræðinám við Háskóla íslands. Lægri styrk
en 500 kr. má ekki veita.
2. að styrkja vísindalegar rannsóknir eða vísindastarfsemi, eink-
um þá, er varðar lögfræðileg efni, íslenzk náttúruvísindi og
heilbrigðismál.
3. að styrkja útgáfu vísindarita eða vel saminna alþýðlegra fræði-
bóka.