Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 28
26
Almanakssjóður. Gerður var samningur við Hið íslenzka
þjóðvinafélag um útgáfu almanaks, er gildir í 5 ár, og var
leyfisgjaldið fyrir útgáfuna ákveðið 1500 kr. á ári.
Sáttmálasjóði barst gjöf frá Stúdentafélagi Reykjavíkur, kr.
778.39.
Gjöf dr. Einars Arnórssonar. Á 40 ára afmæli háskólans,
17. júní 1951, barst gjöf frá dr. jur. Einari Arnórssyni, fyrrv.
ráðherra, 20000 kr. til stofnunar sjóðs í því skyni að verðlauna
kandídötum fyrir afburða vel leyst skrifleg verkefni við próf
í lagadeild, íslenzkum fræðum og íslenzkri kirkjusögu. Gjafa-
bréfið er prentað á bls. 17.
Styrktarsjóður Hannesar Árnasonar. Samkvæmt skipuiags-
skrá sjóðsins auglýsti háskólaráð eftir umsóknum um styrk
úr honum, en styrkurinn er veittur til 4 ára. Fjórar umsóknir
bárust, og var mælt með umsókn Páls Árdals stúdents.
Háskólalóðin. Haldið var áfram lagfæringu á lóðinni allt
sumarið 1951, og hafði verið varið til þessa í lok kennsluárs-
ins kr. 1436000.00. Efnt var til verðlaunasamkeppni um fyrir-
komulag og skreytingu „skálarinnar". Verðlaun hlutu: Ás-
mundur Sveinsson myndhöggvari, 5000 kr., Guðmundur Einars-
son myndhöggvari, 3000 kr., og Aage Edvin Nielsen mynd-
höggvari, 2000 kr.
Happdrætti Háskóla íslands. 1 stjóm happdrættisins 1951
voru kosnir prófessoramir dr. Alexander Jóhannesson, Ás-
mundur Guðmundsson og dr. Ólafur Lárusson. Endurskoðendur
voru kosnir próf. Björn Magnússon og Þorsteinn Jónsson, fyrrv.
bankafulltrúi.
Tjamarbíó. 1 stjórn þess 1951 vora endurkosnir prófessor-
amir dr. Alexander Jóhannesson, Gylfi Þ. Gislason og Ólafur