Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 78

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 78
76 II. Fyrri hluti embættisprófs í lögfræði. 1 lok fyrra misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis- prófs í lögfræði, en 19 í lok síðara misseris. Verkefni í skriflegu prófi í janúar voru þessi: I. 1 sifja- og erfðarétti: 1. Lýsið reglunum um afturköllun á löggerningum, er lúta erfðarétti. 2. Hjónin Jóna Jónsdóttir og Þórður Þórðarson lentu í bif- reiðarslysi 20. okt. s.l. kl. 10 f. h. Þórður andaðist þegar í stað. Jóna lemstraðist stórlega. Andaðist hún í landspítal- anum kl. 16 samdægurs. Læknar, er stunduðu hana, voru samdóma um, að hún hefði misst meðvitund þegar við slys- ið, og komst hún ekki til meðvitundar síðar. Hjónin Jóna og Þórður, sem gengu í hjúskap 1940, gerðu erfðaskrá í okt. 1946. Höfuðefni hennar var á þessa lund: „Það okkar, sem lengur lifir, skal taka við öllum eignum búsins og hefur fullan ráðstöfunarrétt á eignunum inter vivos og mortis causa. Eftir lát okkar beggja skal þó stofna sjóð og leggja honum a.m. k. 20 000 kr. í því skyni að stuðla að skógrækt í H-hreppi í A-sýslu, fæðingarsveit okkar beggja, samkvæmt nánari ákvæðum í skipulagsskrá, er stjórn Skóg- ræktarfélags íslands setur.“ Eigur hjónanna námu 100 000 krónum við andlát þeirra, er skuldir voru frátaldar, og var f járeign þeirra svipuð 1946. Kaupmáli lá ekki fyrir. Við arfskiptin töldu þessir aðilar til arfs eða gjafa úr búinu: a. Hans Hansson, f. 1936. Hans var sonur Jónu, óskil- getinn. Hann var fæddur í Danmörku. Var honum komið í fóstur, nýfæddum, til móðurfrænda sinna þar í landi, og hafði hann dvalizt þar óslitið síðan. Þórði Þórðarsyni mun hafa verið ókunnugt um, aö Jóna ætti barn þetta. b. Foreldrar Jónu, Jón Jónsson og Þrúður Þorsteins- dóttir. c. Móðir Þórðar, Kristín, var látin. Faðir hans, Þórður Þórisson, er lífs, og gerir hann kröfu til arfs og einnig einkabróðir Þórðar Þórðarsonar, Þorsteinn. d. Hreppsnefnd H-hrepps, f. h. hreppsins. Hver aðili um sig vill ná ítrasta rétti sínum. Lýsið kröf- um aðila, rökstyðjið þær stuttlega og leggið rökstuddan úrskurð á, hvemig skipta eigi. Getið þess að lokum, hvort allir aðilamir hafi réttarstöðu erfingja við arfskiptin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.