Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 6
4 Af mönnum með nokkrum hætti tengdum háskólanum, sem látizt hafa á liðnu háskólaári, vil ég einkum minnast dr. Bjarna Aðalbjamarsonar, sem andaðist 1. des. s. 1. Hann var mörg ár prófdómari í íslenzkri málfræði og bókmenntasögu og nokkur síðustu árin einnig prófdómari í sögu Islands við próf í íslenzk- um fræðum. Þau störf leysti hann af hendi af frábærri vand- virkni, skarpleika og samvizkusemi, svo sem öll sín störf. Hann var, sem kunnugt er, mikill lærdómsmaður, gæddur óvenju- legum hæfileikum til vísindalegra starfa, svo sem rannsóknir hans á hinum fornu konungasögum bera vott um, en fyrir þær var hann sæmdur doktorsnafnbót af háskólanum í Osló 1937. Útgáfa hans af Heimskringlu, er fomritafélagið lét prenta á árunum 1941—1951 mun og um langa hríð halda nafni hans á lofti sem frábærs kunnáttumanns um allt, er varðar konunga- sögumar. Með dr. Bjama hefir þjóð vor misst einn af sínum beztu fræðimönnum og Háskóli Islands einn sinn fremsta læri- svein. Á stjóm háskólans hefir sú breyting orðið, að dr. Alexander Jóhannesson lét í haust af störfum sem rektor háskólans, en hann hefir, sem kunnugt er, gegnt rektorsembætti oftar og lengur en nokkur annar háskólakennari og nú síðast í samfleytt sex ár. Það yrði of langt að rifja hér upp þau mörgu og mikilvægu störf, sem dr. Alexander hefir af höndum leyst vegna háskóla vors, enda eru ýmis þeirra í fersku minni flestra, sem hér eru viðstaddir. Hann hefir átt manna mestan þátt í öllum þeim framkvæmdum, sem nú blasa við augum hér í háskólahverfinu. Slíkt er ekki lítilsvert, en þó verður hitt ekki minna, að hann hefir jafnframt átt hinn mesta þátt í vexti og viðgangi háskól- ans sjálfs, í stofnun nýrra kennsludeilda og eflingu annarra. Vil ég hér nefna verkfræðideildina og svo viðskiptadeild og B.A.-kennsluna í sambandi við heimspekideild. En auk þess hefir hann með ýmsum hætti látið sér annt um að bæta kjör og aðstæður kennara og stúdenta og unnið þar mikil þrek- virki. Má þar til nefna byggingu nýja stúdentagarðsins, er á sínum tíma var hið mesta nauðsynjaverk, en myndi samt trauðlega hafa komizt í framkvæmd svo skjótt og myndar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.