Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 8
6
21.—27. ágúst, og flutti þar fyrirlestur um rannsóknir í málvís-
indum hér á landi.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson sótti þriðja alþjóðamót
háskólakennara í Norðurlandabókmenntum síðari tíma, sem
haldið var í Pietersberg í Hollandi í ágústlok, og 2. alþjóðaráð-
stefnuna um germönsk fræði, sem haldin var í Kaupmannahöfn
snemma í september. Flutti hann fyrirlestra um íslenzkar bók-
menntir síðari alda á báðum mótunum og á fundum nokkurra
fræðafélaga.
Prófessor Mattlúas Jónasson sótti 16. alþjóðaþing sálfræð-
inga í Bonn 31. júli til 6. ágúst og var síðan um mánaðartíma við
sálfræðirannsóknarstofnun háskólans í Miinchen.
Það er venja háskólans að bjóða hingað til lands nokkrum
vísinda- og fræðimönnum ár hvert til stuttrar dvalar, gefa þeim
kost á að kynnast mönnum hér, sem fást við sömu eða svipuð
fræði og þeir sjálfir, og svo landi voru og landsháttum, eftir því
sem kostur er hverju sinni. Venjulega hafa þessir gestir flutt
hér fyrirlestra, stundum fyrir stúdenta eða samtök fræðimanna,
en alloftast hafa þessir fyrirlestrar verið auglýstir opinberlega
og öllum heimilt á þá að hlýða. Stundum hefir háskólinn notað
sér það, ef hér hafa staddir verið vísindamenn eða merkir rit-
höfundar á vegum félagasamtaka í bænum eða í eigin erindum
og fengið þá til að flytja erindi í háskólanum. Hafa slíkir fyrir-
lestrar jafnan verið vel sóttir. Á síðasta ári voru flutt um 20
erindi í háskólanum með þessum hætti, er oflangt væri að telja
hér upp. Af gestum háskólans má nefna dr. Lárus Einarson frá
Árósum og prófessor Daskalakis frá Aþenu, er báðir komu hing-
að í apríl, sá síðarnefndi á vegum Evrópuráðsins, ennfremur
próf. Turvey frá háskólanum í London, er hingað kom i kennara-
skiptum á vegum British Council. 1 júlí kom hingað Medicinal-
direktör Johs. Frandsen frá Danmörku og í ágúst rektor poly-
tekniska háskólans í Kaupmannahöfn, dr. E. Knuth-Winterfeldt.
Nú í þessari viku dvelur hér próf. Regin Prenter frá Árósum.
Allir þessir gestir hafa átt hingað gott erindi.
Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá því