Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 13
11 þáttur af okkar eigin lífi, okkar saga, meðan við erum enn nokk- til fyrir nýju námsefni og aukinni kennslu í námsgreinum, sem knýja fastara á en áður, vegna þess að þær hafa fengið nýtt og vaxandi gildi fyrir líf og starf manna í nútíma þjóðfélagi. Hér er sjálfsagt vandi að hitta á beztu leiðina, þá sem beinust er og greiðfærust. En um stefnuna þarf varla að deila. Hún ætti að vera öllum ljós. Hún leiðir beint frá ítroðslu fróðleiks, sem hvar- vetna er tiltækur hverjum, sem um slikt vill hirða, til þjálfunar í undirstöðufræðum, sem opna mörgum leið til þess að ná tök- um á viðfangsefnum þess lífs og starfs, sem þeirra bíður, þegar staðið er upp af skólabekknum. Ekki var það ætlun mín að ræða hér skólamál almennt, enda skortir mig kunnleika til þess. Eg vildi aðeins nefna eitt atriði, sem ég tel þörf á að vel sé athugað. Ýmsir tala um langa skóla- setu æskufólks og vandræði, sem af því stafi. Nú er því samt svo farið, að skólatími ár hvert er styttri hér en í flestum eða öllum nágrannalöndum okkar, og á það einnig við um hásólann. Náms- slen og skólaleiði, sem stundum ber á góma og talið þjaka a.m.k. einhvern hluta af æskulýð landsins, getur trauðla stafað af of langri skólasetu ár hvert. Það skyldi þó aldrei vera, að þessi námsleiði stafi öðrum þræði a.m.k. af því, að staglað sé um of á hinu sama of lengi, námið skorti tilbreytingu og hraða, sem veki áhuga og starfsgleði. Ég hefi hér á þessum stað vakið máls á því eitthvert sinn, að æskilegt væri og jafnvel nauðsynlegt, að ungu fólki gæti skilað svo áfram við námið, að þeir, sem stúdents- próf ætla að taka, geti lokið því nokkru fyrr en nú er venjulegt, helzt ekki síðar en 18 ára að aldri. Ég rökstuddi þetta m.a. með því, að nú á tímum taki unglingar fyrr þroska en áður var títt, og er þetta alkunn staðreynd. Einnig var á það bent, að með ná- grannaþjóðum okkar er algengast, að unglingar ljúki stúdents- prófi 18—19 ára. Hér er því ekki um neina fjarstæðu að ræða. Ég kem síðar að því, í sambandi við námsaldur kandídata, hversu mikilvægt þetta er. En hversu má það verða, að menn geti lokið stúdentsprófi 1—2 árum fyrr en nú er venjulegt, og sé þó að sjálfsögðu ekki slakað á um nauðsynlegar undirbúningskröfur. Þetta er efalaust töluvert vandamál og þarf rækilegrar athugun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.