Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 14
12
ar. En hvernig sem menn velta því fyrir sér, er fljótséð, að það
verður ekki leyst án allgagngerðrar breytingar á starfsháttum
lægri skólanna og á sjálfum námsskrám þeirra. Umfram allt þarf
að sækja kennslu og nám allt frá barnaskóla miklu fastar en nú
er og ef til vill verður eitthvað að lengja námstímann hvert ár.
Ég vil taka það fram, að hér koma til fleiri sjónarmið en sjón-
armið háskólans. Það er öllum fyrir beztu, að nám, hvers konar
sem er, dragist ekki ófyrirsynju fram eftir árum, heldur verði
því lokið eins snemma og verða má. Þjóð vor er fámenn og hefir
nóg verkefni handa börnum sínum í hvaða stétt og stöðu sem er.
Óþörf sóun á tíma er öllum til einbers tjóns og engum til gagns.
Ekki þarf langrar ræðu við um það, að miklu skipti fyrir stúdent
að geta hafið háskólanám um 18 ára aldur, eða allt að því tveim-
ur árum fyrr en nú gerist um þá flesta. Og þetta er því brýnna,
er þess er gætt, að yfirleitt virðist að því stefna um háskólanám
hvarvetna, að námstíminn lengist. Kröfurnar, sem gerðar eru til
kandídata, eru nú yfirleitt drjúgum meiri en var fyrir 10—20
árum síðan, og sýnilegt er, að framtíðin verður enn kröfuharð-
ari. Menn tala drýgindalega um það, að þekking manna í flestum
greinum vaxi ár frá ári og ný fræði komi til sögunnar. Þetta á
sjálfsagt fyrst og fremst við um náttúruvísindi, sem mest rækt
er nú við lögð hvarvetna um heim. En nýjungar þær, sem þar
hafa fram komið, hafa sterk áhrif á ótalmörgum sviðum mann-
legs lífs og starfa. Og jafnframt því sem viðfangsefnin í hverri
fræðigrein verða fleiri og yfirgripsmeiri, hlýtur námstími stúd-
entanna að lengjast. Þetta veldur að sjálfsögðu talsverðum erfið-
leikum, enda eru uppi ýmsar raddir um það, að nauðsyn bæri til
að finna ráð til þess að sporna við óhóflega löngum námssetum
alls þorra stúdentanna. T. d. hefir verið stungið upp á því að
kljúfa sumar fræðigreinar, eins og t. d. verkfræði, í tvær náms-
deildir, misjafnlega yfirgripsmiklar. Þannig hafa Danir farið að,
en ástæðan er þar einkum vaxandi þörf iðnaðarins fyrir starfs-
menn, sem fengið hafa tekniska menntun, er hæfa viðfangsefn-
um þeirra á takmörkuðum sviðum. En hin öra iðnaðarþróun í
þessu nágrannalandi okkar krefst nú margra slíkra manna og