Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 23
21
Prófessor, dr. theol. Regin Prenter frá Árósum kom hingað
til lands í boði háskólans og flutti tvo fyrirlestra. Hinn fyrri, er
fluttur var 19. okt. 1960 f jallaði um þá mótsögn, sem virðist gæta
í framsetningu Lúthers, er hann annars vegar talar um embættið
sem guðlega stofnun, en lætur það hins vegar vera runnið af
hinum almenna prestsdómi. Hinn síðari var fluttur 20. október
og fjallaði um hið lútherska kirkjuhugtak í sambandi við ríkis-
kirkju og þjóðkirkju og þau vandamál, sem skapast af spenn-
unni milli hins lútherska skilnings á því, hvað kirkjan raunveru-
lega er, og þeirra skilyrða, sem kirkjan býr við sem ríkiskirkja
eða þjóðkirkja í þjóðfélagi, sem er ekki trúbundið.
Prófessor Gerhard Gerhardsen frá Verzlunarháskóla Noregs í
Bergen flutti fyrirlestur 13. desember 1960 og nefndist hann
„Fiskimálahagfræði sem námsgrein í háskólum".
Sendiherra Canada á Islandi, dr. Robert A. MacKay, flutti tvo
fyrirlestra í háskólanum, 22. og 24. marz 1961, í boði laga- og
viðskiptadeildar. Fjölluðu fyrirlestrarnir um stjórnarskrá og
stjórnskipan Canada.
Dr. E. Martin Browne, leikstjóri og prófessor, flutti tvo fyrir-
lestra í háskólanum um trúarlegar leikbókmenntir. Hinn fyrri
var fluttur 28. marz 1961 og nefndist „Early Religious Drama“,
en hinn síðari 29. marz og nefndist „Modern Religious Drama“.
Prófessor dr. Franz From frá Kaupmannahafnarháskóla kom
hingað í boði háskólans og flutti tvo fyrirlestra. Hinn fyrri, 18.
apríl 1961, nefndist „Oplevelser af andres handlinger“ og hinn
síðari, 21. apríl 1961, „Hvor er vi henne?“.
Dr. Erik Dal, bókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaup-
mannahöfn, flutti fyrirlestur í boði háskólans 14. sept. 1961.
Nefndist hann „Nordisk folkeviseforskning i dag“.
Gjafir til háskólans.
Hinn 14. ágúst 1960, er liðin voru 83 ár frá fæðingu dr. Rögn-
valds Péturssonar, Winnipeg, gaf kona hans, frú Hólmfríður, og
dóttir þeirra hjóna, Margrét Pétursson, Háskóla Islands 7500
dollara til minningar um dr. Rögnvald. Skal fé þetta verða stofn
sjóðs, er bera skal nafn dr. Rögnvalds. Jafnframt tilkynntu gef-