Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 75

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 75
73 En þótt vísindi og þekking séu mikilvæg, þá eru þau út af fyrir sig ekki þess megnug að skapa hamingjusamt þjóðfélag. Ef ekki er fyrir hendi sá siðgæðisþroski og góðvilji, sem vera þarf, til þess að þekkingunni verði beitt til góðs, þá geta fram- farir í vísindum haft jafnvel neikvæð áhrif á heill og velferð ein- staklinga og þjóða. Þessarra mikilvægu sanninda finnst mér einmitt sérstök ástæða til að vera minnugur við líkbörur dr. Þorkels Jóhannes- sonar. Hann var mikilvirkur vísinda- og fræðimaður og hefir á þeim vettvangi reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Hins ágæta starfs hans í þágu okkar kennara og nemenda við háskólann mun einnig minnzt um ókomin ár. En það sem þó öllu fremur gerir okkur, sem af honum höfðu persónuleg kynni, minningu hans kæra, var góðvilji hans og skilningur á mannlegum vanda- málum. Sú ábyrgðarmikla staða, sem við háskólakennarar höfð- um kjörið hann til undanfarin 6 ár, er enginn hægindastóll. Það er baráttustarf, því að margt er það, sem stofnun vora vanhagar um, og þó að háskólinn hafi að jafnaði átt velvild að mæta hjá stjórnarvöldum landsins, þá leyfir fjárhagsleg geta okkar fátæka þjóðfélags ekki alltaf þau framlög til háskólans, sem æskileg væru. Á hinn bóginn hættir okkur, hinum óbreyttu kennurum, sjálfsagt oft til að gera meiri kröfur til þeirra, er við höfum falið forystu um málefni okkar, en sanngjarnt er. Ég átti þess oft kost að ræða við Þorkel heitinn um málefni skólans, er efst voru á baugi hverju sinni. Vissi ég, að oft hafði hann þungar áhyggjur af starfi sínu, en aldrei heyrði ég hann hallmæla nein- um þeirra, er hann átti erindi til að sækja, þótt eigi væri ávallt auðsótt að fá þeim framgengt. Að eðlisfari var Þorkell Jóhannesson hlédrægur maður. Hann ruddi sér ekki braut til mannvirðingar með því að olnboga sig áfram og ýta keppinautum frá. En framkoma hans og staðgóð þekking vöktu til hans traust, þannig að eftir honum var gengið til þess að takast á hendur vandasöm trúnaðarstörf. Það eru einmitt menn með eiginleikum hans, sem þjóð vor sízt má missa frá því uppbyggingarstarfi, er nauðsyn ber til að unnið sé. Menn, sem hafa til að bera trausta þekkingu á þeirri starfsgrein, er 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.